Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Síða 164
168
því á allan hátt, að félagið nái sem bezt tilgangi sínum og
að félagsmenn njóti þeirra hlunninda og leiðbeininga, sem
Ræktunarfélagið heitir félögum sínum. Hún sér um, að þeir
menn, sem Ræktunarfélagið útnefnir, mæli árlega jarðabæt-
ur þær, er deildarmenn láta vinna, og sendi skýrslu um þær
til Ræktunarfélagsins, er hlutast til um, að deildin fái til-
tölulegan styrk við önnur jarðabótafélög af fé því, sem veitt
er úr landssjóði fyrir unnar jarðabætur.
6. gr.
Aðalfundur félagsins skal haldinn í aprílmánuði ár
hvert. Á aðalfundi skal árlega kjósa fulltrúa og stjórnar-
nefndarmenn, ef þess er þörf. Stjórnin skýrir þar frá fram-
kvæmdum félagsins næstliðið ár og leggur fram ársreikning
þess endurskoðaðan af tveim endurskoðendum, er aðalfund-
ur kýs. Þar skulu og teknar ákvarðanir um starfsemi félags-
ins á árinu. Stjórnin boðar til aukafundar, þegar þörf kref-
ur eða nokkrir félagsmenn æskja þess. Fundir skulu jafnan
boðaðir skriflega og eru þá lögmætir, er félagsmanna er á
fundi. Meiri hluti atkvæða ræður úrslitum mála á fundum.
7. gr.
Lögum þessum verður ekki breytt nema á aðalfundi.
Breytingarnar ná þó því aðeins lagagildi, að þær séu sam-
þykktar á aðalfundi Ræktunarfélags Norðurlands. Synji
Ræktunarfélagið um staðfestingu á tillögum þeim til laga-
breytinga, er deildin kann að samþykkja, getur hún sagt sig
úr félaginu, og heldur hún öllum eignum sínunr óskertum,
þótt sambandinu verði slitið.
8. gr.
Með lögum þessum eru nú úr gildi numin lög Jarðrækt-
arfélags Akureyrar frá 5 .maí 1905.
Þannig samþykkt á fundi 20. maí 1905.