Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 167
171
bótavinnu deildarmanna næsta vor. Skömmu síðar ræður
stjórnin 3 verkstjóra og 3—4 góða menn að auki til jarðabóta.
Verkstjórarnir voru þeir Erlingur og Halldór Friðjónssynir
og Jón Þ. Kristjánsson.
Á aðalfundi, vorið 1907, er samþykkt að greiða félags-
mönnum 15 aura fyrir hvert dagsverk í jarðabótum, og auk
þess veitir fundurinn Magnúsi Jónssyni í Garði 10 kr. verð-
laun fyrir sérstakan dugnað við jarðabætur. Aðalfundur
1908 ákveður að skora á Ræktunarfélagið, að gefa deildinni
kost á hæfum manni til að leiðbeina félagsmönnum á kom-
anda sumri við jarðabætur, en sér ekki fært, fjárhagsins
vegna, að ráða verkstjóra eins og í fyrra. Sömuleiðis skorar
fundurinn á fulltrúa Ræktunarfélagsins, Pál Jónsson og
Ingimar Sigurðsson, að flytja fyrirlestra í félaginu síðar, og
tóku þeir því vel.
Samkvæmt jarðabótaskýrslu félagsins 1907 voru unnin í
félaginu 1470 dagsverk, eða nær því helmingi meira en árið
áður. Stefán Sigurðsson kaupm. var nú rnestur jarðabóta-
maður í félaginu (271 dv.), Þorlákur Einarsson á Kotá 183
dv., Guðmundur Vigfússon skósmiður 167 dv., Jón Melstað
150, Sigtryggur Jónsson timburmeistari 111 og Sigurður Sig-
urðsson járnsm. 95 dv. — Árið 1908 eru unnin aðeins 797
dagsverk. Mestur jarðabótamaður er þá Sigurður skólastjóri
Sigurðsson (295 dv.), Kristján Sigurðsson verzl.stjóri 236 dv.,
og þriðji er Olafur Jónatansson járnsmiður með 45 dv.
Á aukafundi 22. jan. 1909 er samþ. með 6 atkv. gegn 5,
að greiða félagsmönnum 20 aura á dagsverk af landssjóðs-
styrknum.
Aðalfundur 1909 varð eigi haldinn sökum ónógrar þátt-
töku. Árið 1909 voru unnin 1299 dagsverk að jarðabótum í
félaginu. Þessir menn voru hæstir um dagsverkatölu: Sig-
urður skólastjóri (477 dv.), Jón Þ. Kristjánsson (128 dv.),
Magnús Jónsson (111 dv.), Jón Friðfinnsson (106 dv.) og
Magnús kaupm. Kristjánsson (103 dv.).
Arið 1910 er samþykkt að greiða 15 aura á hvert dagsverk