Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Side 34
36
anna, heldur af því, að fæstir bændur höfðu ráð á að
kaupa slíkar vélar, og hjá öllum ráðandi mönnum þjóðar-
innar var stefnan sú, að nota sem mest innlenda orku, spara
erlendan gjaldeyri, sem stöðugt skorti. Um innkaup á stærri
og dýrari ræktunarvélum var naumast að ræða. Þannig lagði
Búnaðarþing til hvað eftir annað, að keypt væri til reynslu
skurðgrafa, af þeirri gerð, er nú eru notaðar hér allviða, en
Alþingi sá sér hvorki fært að veita fé til þeirra tilrauna eða
heimila gjaldeyri til kaupanna og Vélasjóður, sem lögum
samkvæmt hafði þann tilgang að kaupa og reyna slíkar vélar,
var óstarfhæfur vegna þess, að Alþingi sá sér eigi fært að
leggja honum lögskipað fé, hvað þá heldur meira.
Fleiri dæmi þessu lík mætti nefna, er sýna glöggt, að það
var hvorki vegna tregðu eða fáfræði leiðbeinandi landbún-
aðarmanna, að ýmsar tæknilegar nýungar voru ekki teknar
upp við ræktunarstörfin fyrir liingu síðan. Eigi að sækja ein-
hverja til saka fyrir þetta, þá eru það mennirnir, sem farið
hafa með löggjafar- og fjárveitingarvaldið, en ef við viljum
taka vægilega og með sanngirni á málunum, þá mun höfuð-
orsökin til þessa hafa verið fátækt og gjaldeyrisskortur.
Þótt mikið hafi verið gert úr tækniskorti landbiinaðarins
og ódugnaði þeirra, er þar höfðu forgöngu, þá hefur komið
berlega í ljós, að ýmsar stofnanir og aðrar starfsgreinar voru
sízt betur á vegi staddar. Þannig hefur stjórn vegamálanna
orðið fyrir þungu aðkasti fyrir frumstæð vinnubrögð, og
ekki hefur tæknin þótt einkenna framkvæmdir bæjarfélaga
yfirleitt, og jafnvel í sjávarútveginum var ástandið ekki betra
í stríðsbyrjun en svo, að þeir, sem þar áttu að vera kunnug-
astir, kölluðu helztu skip flotans úrelta ryðkláfa, og svo ó-
skaplegt virðist ástandið hafa verið orðið hjá þessari önd-
vegis atvinnugrein þjóðarinnar, að nú hefur ríkisvaldinu
þótt nauðsyn til bera, að binda livorki meira né minna en
um helming af erlendu innstæðunum við endurbyggingu
flotans og umbætur í sjávarútvegi.
Af þessu má draga þá ályktun, að sé tækniskortur landbún-