Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 17
19
iumnitratið, heldur af því að um nýja og athyglisverða á-
burðartegund er að ræða, sem ef hún reynist jafnvirk, miðað
við köfnunarefnismagn, þeim tegundum, er við höfum áður
notað, getur haft talsverða hagfræðilega þýðingu, vegna þess,
hve köfnunarefnisauðug hún er og því ódýr í flutningi. Síð-
astliðið vor var ennfremur köfnunarefnið í þessum áburði
til muna ódýrara en í brennisteinssúru ammoníaki, sem fyrir
stríð var þó alltaf ódýrasti köfnunarefnisáburðurinn.
Það skal tekið fram, að áburður þessi er ekki alveg nýr
hérlendis. Árin 1925—1929 var ammoníumnítrat reynt hér
í Gróðrarstöðinni. Gekk það þá undir nafninu Leunasalt-
pétur, og var blandað kísilgur, svo köfnunarefnismagnið var
aðeins 26%. Áburður þessi reyndist nokkuð lakari en salt-
péturstegundirnar, en vel gat það verið íblönduninni að
kenna. Þrátt fyrir íblöndunina hafði Leunasaltpéturinn
mikla tilhneigingu til að hlaupa í harða kekki. Ammoníum-
nitrat það, er flutt var inn síðastliðið ár, hefur 32.5% köfn-
unarefni og því ekki um neina teljandi íblöndun að ræða.
Hins vegar er reynt að hindra samruna áburðarins með því,
að þekja áburðarefnin ryki (dustcovered). Gafst þetta svo
vel, að áburðurinn virtist ekki slaT:na eða renna saman, þótt
hann um lengri tíma yrði fyrir áhrifum loftsins og þola langa
geymslu, án þess sakaði, í óskemmdum umbúðum. Án ryk-
vörzlu virtist áburðurinn eftir alllanga geymslu vera orðinn
rakur, án þess þó að vera runninn saman í harða kekki. í til-
rauninni voru báðar tegundir áburðarins bornar saman við
brennisteinssúra stækju. Auk jafngi'dra skammt var líka
reyndur þriðjungi minni skammtur af ammoníumnitratinu.
Endurtekningar á tilrauninni voru 5. Áburðarreitir 50 m2
og sléttureitir 25 m3. Uppskeran talin í kg af heyi af reit: