Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 168
172
á síðastl. ári, en afgangurinn skuli renna í félagssjóð. Á sama
fundi, 13. jan. 1910, flutti Páll Jónsson, cand. agr., fyrirlest-
ur um búnaðarmál.
Á aðalfundi 1910, 15. apríl, lét Friðbjörn bóksali Steins-
son af formennsku félagsins eftir 14 ára starf, og þakkaði
fundurinn það einum rómi. Voru þá kosnir í stjórn Stefán
Stefánsson skólameistari, er varð form., Sigurður járnsm,
Sigurðsson (gjaldk.) og Jón Þ. Kristjánsson (ritari).
Samkvæmt jarðabótaskýrslu 1910 voru unnin í félaginu
1481 dagsverk. Mestur jarðabótamaður að þessu sinni var
Sigurður skólastjóri (163 dv.), Fr. Möller og Hallgr. Davíðs-
son (131 d\'.), Stefán skólameistari (114 dv.), Sig. Sigurðsson
bókb. og Stefán Sigurðsson (103 dv.) og Þorkell Þorkelsson
kennari (102 dv.).
Á aukafundi í jan. 1911 var samþykkt að útbýta til félags-
manna 20 aurum á hvert dagsverk af landssjóðsstyrknum.
Kosin var 3 manna nefnd til að gera tillögur um betri áburð-
arhirðingu í bænurn en hingað til og flytja tillögur um það,
á hvern hátt megi efla ræktun og hagnýting bæjarlandsins.
Þessir voru kosnir: Þorkell kennari Þorkelsson, Sigmundur
úrsm. Sigurðsson og Björn Líndal, yfirréttarmálaflm.1
Á aðalfundi 1911 verður Þorkell Þorkelsson formaður
deildarinnar og með honum í stjórn Sigurður járnsm. Sig-
urðsson og Jón Þ. Kristjánsson.
Samkvæmt jarðabótaskýrslu 1911 voru unnin í Jarðrækt-
arfélaginu 1117 dagsverk. Mestur jarðabótamaður er þá
Snorri kaupm. Jónsson (193.8 dv.), Axel Schiöth (168 dv.),1)
Björn Líndal með 91.2 dv., Ragnar Ólafsson (75) og Guðm.
Vigfússon (63.3 dv.).
Á fundi í desbr. 1911 flutti jakob H. Líndal góða ræðu
um meðferð hólmanna, og benti hann á mikla nauðsyn þess,
að bæta þá með flóðgörðum og framræzluskurðum.
1) Lengi var Schiöth einn a£ mestu jarðabótamönnum bæjarins. Braut
stórt land og kom í fulla rækt, keypti sjálfur verktæri ag rak um skeið stórt
bú. -