Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 54
56
stæð og þó gerræðilegri. Ákvæðið um búnaðarmálastjórann
mátti rökstyðja með því, að Búnaðarfélag íslands fær mest
sitt starfsfé frá ríkinu, annast framkvæmd margra laga fyrir
ríkið og á auk þess að vera ráðunautur ríkisstjórnarinnar í
landbúnaðarmálum. Ekkert þessu líkt réttlætir íhlutunina
um Búnaðarmálasjóðinn. Hann er sjálfviljugt framlag
bænda til sameiginlegra félagmála sinna, sem hlutverk Al-
þingis og ríkisstjórnar var að lögfesta og innheimta. íhlutun
ríkisins, um úthlutun þessa fjár, liafði ekki verið óskað og er
alls ekki æskileg. Hefur þegar komið óbeint í ljós, að reynt
hefur verið að fá ráðherra til að beita neitunarvaldi sínu og
ráðstafanir Búnaðarþings, á fé sjóðsins, rangfærðar á herfi-
legasta hátt. Svo er nú loks, áður en sjóðurinn er tekinn til
starfa, fluttar á Alþingi tillögur um að svipta allherjarsam-
tök bænda öllum ráðstöfunarrétti á fé sjóðsins og verja hon-
um á allt annan veg en upphaflega var ákveðið.
Gerræði þetta er rökstutt með því, og haldið mjög á lofti,
að Búnaðarþing hafi ætlað að verja fé sjóðsins til byggingar
og reksturs gistihúss í Reykjavík. Vegna þess, að ekki hefur
verið svifist að viðhafa beina heimildafölsun í sambandi við
þetta mál, meðal annars í opinberum umræðum og í grein-
argerð fyrir áðurnefndri tillögu á Alþingi, sé ég ástæðu til
að ræða það nokkuð nánar.
Svo sem áður er vikið að, var þegar í upphafi þessa máls
rækilega bent á, að ekki yrði hjá því komist fyrstu árin að
verja verulegum hluta af tekjum sjóðsins til húsbyggingar
í Reykjavík, er fullnægði starfsemi Búnaðarfélags íslands.
Allmargar raddir frá bændum komu þá fram, sem töldu
æskilegt að í sambandi við þessa byggingu yrði komið upp
gistiheimili, sem einkum yrði ætlað bændum. Var þá leitað
frjálsra framlaga, í þessu augnamiði, til þess að vita hver
áhugi væri fyrir málinu, sem mun hafa borið lítinn árangur,
en þó virðist svo sem margir væru hugmyndinn hlynntir, en
töldu æskilegt, að hin ýmsu félagssamtök bænda tækju hönd-
um sarnan um að koma henni í framkvæmd. Að þörf sé á