Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 55
57
því að koma upp aðgengilegum, óbrotnum og ódýrum gisti-
stöðum í Reykjavík, fyrir alþýðufólk, efar enginn. Má benda
á, að nú nýskeð hafa iðnaðarmenn tekið upp þessa hugmynd.
Fjöldi manna úr sveitum landsins á erindi til Reykjavíkur á
öllum tímum árs. Mikill hluti þessa fólks verður nú að leita
athvarfs hjá venslafólki eða kunningjum, sem oft hafa þó
ekkert húsrúm aflögu. Ekki hef ég þá trú, að 15 millj. kr.
„lúxushótelið“, sem nú er í uppsiglingu, bæti úr þessu á-
standi, því bændafólki mun það yfirleitt ógeðfellt að greiða
stórfé bara fyrir það eitt að búa á stórum og fínum gististað.
Ýmislegt mælti með því að koma upp ódýru gistiheimili
í sambandi við hús Búnaðarfélagsins. Það þótti sennilegt að
hægt yrði að fá rúmgóða og hagkvæma lóð, ef húsið yrði
nokkru stærra en bráðustu þarfir félagsins útheimtu og að
stærri byggingin yrði hlutfallslega ódýrari en sú minni.
Nokkrar líkur voru til þess, að ýmsir aðrir aðilar vildu
leggja fé í byggingu slíks gistiheimilis og loks þótti ekki ólík-
legt, að það gæti staðið undir nokkru láni.
Búnaðarþing hefur aldrei ætlað að byggja umrætt gisti-
heimili nema að mjög litlu leyti fyrir fé Búnaðarmálasjóðs,
svo sem b-liður ályktunar þeirrar, er Búnaðarþing sam-
þykkti um húsbyggingarmálið, ber með sér. Hann hljóðar
svo:
,,b) Ennfremur að í sambandi við þessa byggingu( þ. e.
hús Búnaðarfélagsins) verði reist gistihús fyrir allt að 100
gesti með tilheyrandi veitingasölum, enda fáist næg þátttaka
í byggingarkostnaðinum annars staðar frá, að dómi sjóðs-
stjórnarinnar.“
Ennfremur var eftirfarandi ályktun samþykkt:
„í tilefni að því að Búnaðarmálasjóður er í þann veginn
að hefja starfsemi sína, vill Búnaðarþing taka fram, að það
telur að leggja verði á næstu árum höfuðáherzlu á að koma
upp húsi Búnaðarfélagsins, en að því loknu verði allveru-
legum hluta fjárins varð til stuðnings framkvæmdum, er