Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 104
107
gröftinn, eykur það vinnuafköstin mjög verulega, eða allt að
j/3. Eins hefur það töluvert að segja livort jafna þarf undir
hlerana.
Vinnufyrirkornulag og afköst.
Hvoru tveggja hefur mótast mjög mikið af því, að alls
staðar hefur orðið að byrja með óvönunr mönnum, en það
tekur mánuði að verða fullfær gröfumaður og ná fyllstu af-
köstum. Og þessir óvönu rnenn hafa því miður eigi fengið
nema mjög takmarkaða tilsögn, hvað þá æfingu, áður en
þeir urðu að fara að grafa upp á eigin spýtur. Hin nrikla
vöntun á æfðunr mönnum hefur einnig valdið því, að óvíða
hefur verið hægt að vinna í vaktaskiptum, þó að flest mæli
með því að það sé gert bjartasta tíma ársins. Þar sem vinnan
er komin vel í gang, \ ilja menn ógjarnan kenna nýjum
mönnum, því að af slíkri kennslu leiðir bæði tafir og aukin
víraslit. Bezta úrræði til að kenna vélgröft væri vafalaust að
hafa sérstaka kennslugröfu í gangi, en dýrt myndi það verða
eins og nú er ástatt, því að sjaldgæft er að nokkur maður
vilji læra neitt verklegt, nema honunr sé greitt fullt kaup
fyrir það auk kennslunnar. Meðan mikill skortur er á gröf-
um mælist illa fyrir að taka gröfu frá fullum fiamkvæmdum
til þess að lralda uppi kennslu, því að afköstin \ ið kennslu-
gröftinn yrðu alla tíð lítil.
Þegar gröfunum fjölgar, og einnig svipuðum vélum við
vegagerð o. fl, leysist mál þetta vafalaust að nokkru leyti af
sjálfu sér, þá fjölgar ört mönnum, sem eitthvað kunna til
þess að nota vélarnar. En jafnframt því kemur þá fram þörf
á því, og möguleikar til þess, að koma á vélfræðilegri kennslu
fyrir menn, sem búnir eru að fá dálitla verklega œfingu við
meðferð grafvéla og stórra dráttarvéla. Sú kennsla gæti að
miklu leyti farið fram að vetrinum. Veldust þá úr menn,
sem færir yrðu um að stjórna vélaframkvœmdum við fram-
ræslu, vegagerð og jarðvinnslu.