Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 175
179
3. gr.
Félagi er liver lögmætur félagi í Ræktunarfélagi Norður-
lands, búsettur á Akureyri.
4. gr.
Félagið kýs fulltrúa á aðalfund Ræktunarfélags Norður-
lands, 1 fyrir hverja 20 félaga, helmingsbrot eða meira.
5. gr.
Félaginu stjórna þrír menn, sem kosnir skulu á aðalfundi
ár hvert, og skipta þeir sjálfir störfum með sér, þannig að
einn er formaður, annar gjaldkeri og þriðj i skrifari.
6. gr.
Stjórnin varðveitir sjóð félagsins og heimtir inn árgjöld
félagsmanna og stendur skil á þeim til gjaldkera Ræktunar-
félagsins. Hrm veitir viðtöku pöntunum félagsmanna og
kemur þeim í framkvæmd. Hún styður að því á allan hátt,
að félagið nái sem bezt tilgangi sínum, og að félagsmenn
njóti þeirra hlunninda og leiðbeininga, sem Ræktunarfélag-
ið heitir félögum sínum. Hún sér um að þeir menn, sem
Ræktunarfélagið útnefnir, mæli árlega jarðabætur þær, er
deildarmenn láta vinna, og sendi skýrslu um þær til Rækt-
unarfélagsins, er hlutast til um, að deildin fái tiltölulegan
styrk við önnur jarðabótafélög af fé því, sem veitt er úr rík-
issjóði fyrir unnar jarðabætur.
7. gr.
Aðalfundur félagsins skal haldinn í maí eða júní ár hvert.
Á aðalfundi skal kjósa fulltrúa á aðalfund Ræktunarfélags
Norðurlands. Stjórnin skýrir þar frá framkvæmdum félags-
ins næstliðið ár og leggur fram ársreikning þess, endurskoð-
aðan af tveim endurskoðendum, er aðalfundur kýs. Þar
skulu og teknar ákvarðanir um starfsemi félagsins á árinu.
12*