Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 108
111
skurðgröfureksturinn með höndum ásamt öðrum störfum
fyrir Verkfæranefnd ríkisins. Þótt gröfunum fjölgi, mun
kostnaður við framkvæmdastjórn hverrar gröfu stóraukast,
og heildarkostnaðurinn þó enn meira. Hið umrædda rekst-
ursframlag til Vélasjóðs þarf því að hækka til muna, ef kostn-
aður við framkvæmdastjórn sjóðsins á ekki að éta af eignum
hans.
Fleiri gröfur.
Um síðustu áramót hafði verið samið um kaup á 13 gröf-
um til viðbótar þeim, sem nú eru til. Eftirspurn eftir gröfum
og gröfuvinnu er hins vegar langtum meiri en því nemur.
Enn er mjög tregt um afgreiðslu slíkra véla, bæði í Englandi
og Bandan'kjunum.
Með lögunum um jarðræktar- og húsagerðarsamþykktir í
sveitum, er sett voru 1945, beinast þessi skurðgröfumál að
verulegu leyti inn á nýjar leiðir. Búnaðarsambönd og rækt-
unarsambönd biðja um grtifur, og vilja kaupa þær frekar
en að leigja gröfur Vélasjóðs. Er ekki nema gott eitt um það
að segja, þótt raunar sé ekki fyllilega fyrir því séð, að tvenns
konar rekstur grafanna, leigurekstur og eignarekstur, sam-
ræmist um kjör og gjöld og ýmislegt fleira, er rekstrinum
viðvíkur.
Afskipti mín af rekstri skurðgrafanna hafa verið það víð-
tæk og ábyrgðarmikil, og svo fast mótuð af trú á fram-
kvæmdir, að ég mun manna sízt koma með hrakspár um
reksturinn framvegis. En þau varúðarorð vil ég mæla, að svo
mörgu þarf fyrir að sjá við rekstur skurðgrafanna og við-
hald, að ég tel aðalforsjá þeirra mála að flestu leyti betur
komna í höndum víðfeðmari og átakafærari aðila en einstök
búnaðarfélög og jafnvel búnaðarsambönd yfirleitt eru. Ein-
hverrar vel starfhæfrar „miðstjórnar" er þörf á þessu sviði,
og gildir það raunar um rekstur allra stærri ræktunarvéla.