Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 123
126
I. „Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar, haldinn á
Akureyri dagana 1. og 2. febr 1946. lýsir eindreginni and-
stöðu sinni við breytingartillögu á þingskjali nr. 197, er
fram hefir komið í neðri deild Alþingis Og skorar fundur-
inn á Alþingi, að fella tillögu þessa. Jafnframt skorar fund-
urinn á þingið, að nerna úr lögum það ákvæði, að fjárveit-
ingar úr Búnaðarmálasjóði séu háðar samþykki landbúnað-
arráðherra."
Greinargerð: Benda má á það að lögin um Búnaðarmála-
sjóð voru undirbúin í samráði við búnaðarfélög og búnaðar-
sambönd landsins, og tilgangur þeirra að afla B. í. tekna,
svo það gæti sem bezt sinnt félagímálum bænda. Voru aldrei
dregin nein dul á, að eitt af fyrstu verkefnum sjóðsins væri
að koma upp byggingu í Reykjavík fyrir starfsemi Búnaðar-
félagsins. Telur fundurinn, að með samþykkt breytingartil-
lögunnar á þingskjali 197 séu búnaðarsamtökin í landinu
svift umráðarétti yfir fé þvi, sem þau sjálf hafa lagt fram
til eflingar stéttarlegrar starfsemi sinni.
II. „Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar, haldinn á
Akureyri dagana 1. og 2. febr. þ. á„ væntir þess fastlega, að
verkfæranefnd ríkisins standi við áðurgefin loforð um að
Landþurrkunarfélag Glæsibæjarhrepps og Búnaðarfélag
Saurbæjarhrepps fái á þessu ári sína skurðgröfuna hvort.“
III. „Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar, haldinn
á Akureyri dagana 1. og 2. febrúar 1946, skorar á stjórn B. I
að beita sér fyrir því, að jeppabílar þeir, sem væntanlegir eru
til landsins á þessu ári, og ætlaðar eru til landbúnaðarstarfa,
verði afgreiddir á höfnum út um land við sama verði til
kaupenda og í Reykjavík.“
IV. „Fundurinn skorar á stjórn Búnaðarsambandsins að
leita samvinnu við Kaupfélag Eyfirðinga um að halda á
þessu vori námskeið í meðferð dráttarvéla."
13. Lagður fram kjörlisti til Búnaðarþings með nöfnum
þessara manna: