Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Síða 145

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Síða 145
LÝSING O G SKÝRING Á L B S. 2574 — 2575 8vo 145 sonar og síra Skúla Illugasonar, barna Illuga bónda í Nesi í Höfðahverfi Jónssonar, og hefur þar farið eftir skráðum heimildum. Á 53. blaði rekur hann móðurætt Margrétar. Þar hefur hann einnig haft skrifaðar ættartölur lil fyrirmyndar, en gerir þó þá skyssu að telja Ingiríði á Mælifelli, dóttur síra Jóns í Miklagarði Þórðarsonar, konu síra Ara Guðmundssonar, en hún var síðari kona síra Magnúsar á Mælifelli Jónssonar, móðir Ingunnar konu síra Ara. Á miðri aftari síðu 53. blaðs víkur höf. að Jóni yngra syni Einars í Melgerði, en hann hafði fallið úr er börn Einars voru talin nokkrum blöðum framar. Enn mun hafa fallið úr hjá Guðmundi einn sonur Einars í Melgerði, ívar sá, sem 1703 er 50 ára bóndi í Dæli í Svarfaðardal. Raunar er ekki vissa fyrir því, að Ivar sé sonur þessa Einars, heldur nokkrar líkur, en vitneskja sú, sem menn nú hafa um börn Einars, bygg- ist einmitt fyrst og fremst á ættatölum Guðmundar í Melgerði, og hafi honum verið ókunnugt um eitt barn Einars vegna þess að það settist að í fjarlægri sveit og afkvæmi þess varð ekki kunnugt honum, er þess ekki að vænta, að þess barns sé getið í öðrum ættartölum. Jón sá Þórðarson, sem átti Vilborgu dóttur Einars í Melgerði, er líklega sá, sem 1703 er vinnumaður hjá ívari í Dæli Einarssyni. 54. blað hefst með því, að höf. segist rekja nú á einum stað föður- og móðurætt sína vegna þess, að hún sé ekki á einum stað skrifuð framar í kverinu. Svo kemur end- urtekning á miklu af því, sem að framan er skrifað, þó nokkru fyllra, en hliðarlínur eru ekki raktar. Hér er Jón á Urðum faðir Gottskálks á Helgastöðum talinn sonur síra Vigfúsar (á að vera Sigfúsar) á Stað í Kinn Guðmundssonar, bróður síra Olafs á Sauðanesi, og er það rétt. Á 55. blaði tekur við ætt Þuríðar konu höfundar. Eru hér endurteknar hinar sömu rangfærslur í ætt Sigfúsar í Hvassafelli Ölafssonar og konu hans, sem að framan getur. Hér er Einar langafi Þuríðar talinn Helgason, en að framan var hann ýmist talinn Þórðarson eða Helgason, og mun hið síðara vera rétt. Langlangamma Þuríðar var al- nafna hennar, systir Gottskálks á Helgastöðum, og koma þar saman ættir höfundar og konu hans. Á 56. blaði rekur höf. niðja Einars Helgasonar, og hefur það fólk vafalaust verið honum vel kunnugt. Síðar á sama blaði rekur hann niðja Guðmundar Jónssonar Flóventssonar, langömmubróður síns. Þeir tengdust öðrum frændum höfundar og kann hann því góð skil á þeim. Á 57. blaði rekur hann ætt frá Aldísi Flóventsdóttur systur Jóns handalausa. Aldís er enn á lífi 1703 hjá Flóvent bónda á Strjúgsá Pálssyni, syni sínum, 87 ára gömul. Hún hefur verið nokkru yngri en Jón, sem varla mun vera fæddur eftir 1600, en þau gætu þó vel verið alsystkini. Allt það, sem höf. segir um niðja Aldísar, staðfestir manntalið 1703, svo langt sem það nær. Aldís var gift Páli bónda í Litladal Ólafssyni, og eru niðjar þeirra taldir fram á mitt 58. blað, en þá taka við niðjar Sveins bróður Páls og á 59. blaði niðjar Þorsteins bróður hans. Á 61. blaði koma svo niðjar Guðna, fjórða bróðursins. Ættir þessar tvinnast öðrum, sem raktar eru framar í handritinu, og mörgu skyldfólki höfundar. Arbók Landsbókasajns 1950—5] 10
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.