Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Page 147

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Page 147
LÝSING 0 G SKÝRING Á L B S. 2574 — 2575 8vo 147 honum og Hrólfi sterka. í framhaldi af ætt Bjargar rekur höf. ætt frá Siguröi lögréttu- manni á Syðri-Bakka Hrólfssyni til Sigríðar Bjarnadóttur konu síra Jóns á Grund Jónssonar og frá Skúla Hrólfssyni, bróður Sigurðar, til Jóns, Hallgríms og Guðrúnar Gíslabarna, fólks, sem sjálfsagt hefur verið kunnugt höfundi og í nágrenni við hann. Þá segir hann nokkuð frá síra Ara á Mælifelli Guðmundssyni, síra Jóni í Stærraárskógi og Ingjaldi bræðrum hans, fram á 63. síðu, en á eftir því kemur ætt frá Þorbergi sýslu- manni Hrólfssyni og síðan frá Arngrími Hrólfssyni. Þetta er illa sett fram hjá höfundi, með því að Þorbergur Hrólfsson afahróðir Sigurðar, Skúla, Arngríms og síra Sæmundar á Upsum er i hópi með þeim eins og hann væri einn bræðranna. Ekki er þó víst, að Guð- mundur hafi sjálfur verið ruglaður í Hrólfsættinni. Efst á aftari síðu 63. blaðs er rakin föðurætt Þorvaldar á Sökku Gunnlaugssonar. Karlleggurinn er þar réttilega rakinn til Þorvaldar garnla í Hrísey Gunnlaugssonar, en síðan slær út í fyrir höfundi, og hefur hann svo strikað yfir þann kafla og skrifað utanmáls: „Þetta er röng ætt talin“. Á 64. blaði er rakin ætt Sigurðar bónda á Möðruvöllum í Eyjafirði Eiríkssonar, og síðar á sama blaði föðurætt barna Sigurðar á Stokkahlöðum Þorlákssonar. Þess er þar getið, að föðurmóðir Sigurðar hafi verið Elín Jónsdóttir systir Einars í Melgerði og Jóns í Hlíðarhaga, og er þetta í samræmi við það, sem segir á 47. blaði, en hér bætir höf. því við, að Gísli Jónsson á Grund hafi verið hálfbróðir þeirra. Gísli er hinsvegar framar talinn sonur Jóns í Hlíðarhaga, og það mun áreiðanlega vera rétt, en ekki veit ég hvernig þetta hefur skolazt hjá höfundi. Hér getur höf. þess, að móðir Einars í Melgerði og systkina hans hafi verið Þorgerður Árnadóttir bónda á Vatnsenda. Ætla verður, að Guðmundur í Melgerði hafi, er hann skrifaði þessi blöð, haft hjá sér eða fyrir sér annan heimildarmann en þá er hann skrifaði fyrr um Einar í Melgerði og systkini hans. Síðari heimildarmaðurinn hafi farið rangt með ætt Gísla á Grund, en hafi vitað nafn á móður systkinanna. Síðar verður vikið að því, að hún muni vera rétt nefnd hér. Á 65. blaði er rakin ætt Stefáns í Hrísgerði Jónssonar til Jóns á Steinsstöðum í Oxnadal Einarssonar. Þegar hér var komið sögu hefur höf. verið búinn að fá vitneskju um ætt Þorvaldar Gunnlaugssonar fyrsta manns Guðrúnar Gunnarsdóttur og telur hann, svo sem rétt er, bróður Egils Gunnlaugssonar, sem hann segir, að búið hafi á Æsustöðum, en 1703 býr sá Egill á Bakka í Öxnadal. Annan bróður Þorvaldar telur hann síra Jón prest í Skaga- firði, og er það einnig rétt. Höf. virðist alveg nýlega hafa fengið vitneskju þessa er hann skrifar hana niður, með því að fáum blöðum framar ruglar hann saman Þorvaldi þessum og Þorvaldi gamla í Hrísey alnafna hans, en hefur svo leiðrétt þetta aftur eins og fyrr segir. Þá hefur höf. hér fyrst talið Gunnhildi konu Gríms í Teigi systur þessara Gunnlaugssona, en síðar hefur hann leiðrétt þetta utanmáls og talið Gunnhildi réttilega dóttur Bjargar Gunnlaugsdóttur. Aftast á 65. blaði er með annarri hendi en höfundar gerð nánari grein fyrir síra Jóni Gunnlaugssyni. Á 66. blaði er rakin föðurætt Hallgríms bónda í Nesi Jónssonar, og er það að mestu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.