Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Blaðsíða 161
LÝSING 0 G SKÝRING Á L B S. 2574 — 2575 8vo
161
getið um Steinunni Hjaltadóttur, mann hennar og afkvæmi. Hér skal þess getið, að
líklegt er, að Jón Jónsson, maður Steinunnar, sé sá, sem 1703 er 22 ára vinnumaður á
Þormóðsstöðum í Sölfadal, og hefði hann þá verið hjá ekkju föðurbróður síns, sem
þar býr þá með þremur kornungum börnum. Systur er Jón talinn hafa átt, sem Sólveig
hét. Hún gæti verið sú, sem 1703 er vinnustúlka á Hrísum í Eyjafirði, og er aldur henn-
ar ekki greindur, en þeir voru systrasynir Jón faðir Sólveigar og Þórður, sem 1703
býr á Hrísum.
Á 127. blaði er rakin móðurætt Guðrúnar Sigurðardóttur konu Helga á Moldhaug-
um Jónssonar og systra hennar. Ætt þeirra er rakin til Onnu Jónsdóttur, sem 1703 er
17 ára í Sigtúnum á Staðarbyggð hjá móður sinni Oddnýju Tómasdóttur, en bróðir
Önnu var Tómas djákni á Munkaþverá 1703.
Nú tekur við kafli um Munkaþverárpresta, stutt æviágrip þeirra, og lýkur kaflanum
aftast á 135. blaði. Prestatal þetta hefst á síra Ólafi Einarssyni, sem 1703 býr á Syðra-
Laugalandi. Ekki veit höfundur hverrar ættar síra Ólafur var, en hann var sonur síra
Einars á Myrká Magnússonar og konu hans Helgu Jónsdóttur prentara í Núpufelli
Jónssonar. Næstur síra Ólafi var síra Tómas, sem fyrr getur, og dó hann í stórubólu,
barnlaus, en þá tók við síra Jón Sæmundsson, sem höf. segir fæddan í Fljótum vestur
1682 „hans foreldrar og forfeður meinast verið hafi Almúgafólk nefndarlaust búandi
í sömu sveit“. Höf. segir Bjarna landlækni Pálsson hafa verið dótturson föðurbróður
síra Jóns. Þetta er ekki rétt. Sigríður Ásmundsdóttir, móðir Bjarna landlæknis, var
stjúpsystir síra Jóns. Ásmundur Halldórsson, faðir hennar, sem 1703 býr á Siglunesi,
kvæntist Unu Guðmundsdóttur, móður síra Jóns, sem 1703 býr á Brúnastöðum í Fljót-
um, ekkja eftir Sæmund Þorsteinsson í Stóruhrekku í Fljótum Eiríkssonar.
Allt er þetta prestatal frumsamið af höfundi og sýnir orðalagið það. I lokin segir
hann síra Gunnlaug Eiríksson hafa verið kallaðan til sóknarprests á Munkaþverá árið
1743 og þá hafa næstliðin 34 ár þjónað prestakallinu. Er þetta því skrifað 1777 eða
1778, enda kemur það heim við það, að síra Gunnlaugur er sagður fæddur 1714 og 63
ára, er þetta er skrifað.
Aftast á 135. blaði hefst samskonar prestatal í Saurbæjarprestakalli og nær það fram
á 145. blað. Það hefst á síra Birni Gíslasyni og því lýkur með síra Þorsteini Jónssyni.
í ættartölu síra Björns er það rangt, að Hallur langafi hans liafi verið sonur Finnboga
ábóta Einarssonar.
Or prestatalinu hefur fallið niður síra Ólafur Árnason faðir Sigfúsar bónda í
Hvassafelli, sem oft getur í handritinu. Á síra Ólafur að koma inn á milli síra Björns
og síra Sigurðar Einarssonar. Hér er sagt, að faðir síra Sigurðar hafi verið Einar
Hallsson, og er ekki ástæða til að rengja þá ættfærslu þótt ekki kunni menn nú skil á
þeim Einari. Um síra Gunnlaug son síra Sigurðar, sem þjónaði Saurbæ næstur á eftir
föður sínum, virðist höf. vel kunnugt. Þó þekkir hann ekki ætt miðkonu hans, Helgu
Pálsdóttur, og er með annarri hendi en höf. skrifað utanmáls: „Erasmussonar Villads-
sonar“. Höf. segir hér, að síra Þorsteinn Gunnlaugsson hafi átt 15 börn með konu
sinni, Dómhildi Hjaltadóttur, og af þeim hafi 8 komizt upp. Síðan telur hann einungis
Árbók Landsbókasafns 1950—51 JJ