Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Blaðsíða 165
LÝSING O G SKÝRING Á L B S. 2574—2575 8vo
165
sem framar hefur verið bent á, á ættrakningum á 17. og 16. öld. I framhaldi af þessari
ættartölu eru raktir nokkrir niðjar síra Jóns í Stærraárskógi Guðmundssonar.
A 162. blaði hefst Lífssaga og œttartala hústrúr Guðríðar Gísladóttur biskupsfrúr í
Skálholti. Er hér ekki um neitt frumlegt að ræða hjá höf., og verða þessum kafla engin
skil gerð hér. Kaflinn nær fram á 166. blað og þá tekur við niðjatal frá síra Sveinbirni
í Múla Þórðarsyni. Er þar farið eftir eldri skráðum heimildum, en heldur ruglingslega
fram sett víða, einkum um ætt síra Hallgríms Péturssonar og systkina hans.
Þá hefst aftast á 167. blaði ætt Þóreyjar Sigurðardóttur og systkina hennar. Er
rakið frá forneskju og bera ættartölurnar alla þá galla, sem þær ættatölur hafa haft,
sem höf. hefur skráð eftir. Nær þetta niður fremri síðu 172. blaðs og er fátt af því
frumskráð.
Þá tekur við ætt Stefáns biskups í Skálholti og nær út á fremri síðu 173. blaðs, en
neðst á þeirri síðu er viðbót við fremri síðu 172. blaðs.
Héðan frá og niður fremri síðu 181. blaðs eru ættatölur ýmsra, sem höf. hefur skrif-
að upp eftir eldri heimildum.
A aftari síðu 181. blaðs hefst ættartala Jóns bónda í Samkomugerði Jónssonar. Er
þetta sjálfsagt frumskáð hjá höf. enda margt endurtekning á því, sem fyrr er sagt. Þó
er hér skýrt frá því, sem ekki mun annarsstaðar að finna, að móðir Þórarins á Ljósa-
vatni Jónssonar hafi verið Ingibjörg dóttir Guðmundar lögréttum. í Kristnesi Illuga-
sonar pr. í Múla Guðmundssonar, og er það sennilega rétt, með því að nöfnin á fólki
því, sem manntalið 1703 nefnir, og virðist af Þórarni komið, benda í þá ætt.
A miðri fremri síðu 182. blaðs er rakin framætt síra Arna Þórarinssonar,' síðar
biskups. Síra Arni er hér talinn prófastur í Odda, en við því brauði tók hann 1782.
Árið 1784 kom hann út með biskupsvígslu, og er því þessi hluti handritsins skrifaður
einhverntíma á árunum 1782—1784.
Með annarri hendi en höfundar eru hér gerðar leiðréttingar og viðbætur neðanmáls.
Á aftari síðu 182. blaðs hefst ættartala Þórunnar konu Stefáns bónda á Litla-Hóli
í Eyjafirði Jónssonar, og nær hún niður næstu síðu. Þetta mun vera frumskráð hjá
höfundi. Þá kemur endurtekning á því, sem framar segir um konu Magnúsar á Gils-
bakka Hallssonar, en síðan er skýrt frá því hvar Símon faðir Þorsteins á Svertings-
stöðum hafi búið, en Þorsteinn þessi, forfaðir höfundar, hafði ekki verið feðraður þar
sem hans var getið framar í handritinu. Þá er sagt hver var kona Gríms lögréttumanns
í Miklagarði Sigurðssonar, og skýrt er frá því hvernig dauða Gríms bar að höndum.
Þegar hér er komið sögu segir höf. frá konu Halls lögréttumanns í Möðrufelli
Bjarnasonar. Framar hafði hann getið síðari konu Halls, en hér getur hann hinnar
fyrri. Ekki hefur höf. þó verið fróðari en svo, að hann telur hana hafa verið Steinunni
Sigurðardóttur prests í Goðdölum Skúlasonar og veit ekki með vissu hvort hún var
fyrri eða síðari kona. Þá segir hann, að hin konan hafi verið Guðrún Ólafsdóttir,
systir síra Halls í Höfða. Síðar hefur höf. sjálfur leiðrétt þetta, strikað yfir: „hiet
Steinunn dóttur sr. Sigurðar Skúlasonar (sic) frá Goðdölum“ og bætt inn í utanmáls
og í línubil: „Hún hiet Herdís Jónsdóttir firsta kona Halls í Möðrufelli“. Leiðréttingin