Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Blaðsíða 169

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Blaðsíða 169
LÝSING 0 G SKÝRING Á L B S. 2574—2575 8vo 169 niðjatalanna. Hún virðist hafa verið skrifuð af manni ókunnugum ætt þessari eftir niðjatali, sem ætla mætti að hafi verið sæmilega rétt að efni til, en illa fram sett. Niðja- talið frá Eiríki Sumarliðasyni er svo mjög varasamt í þeim myndum, sem það nú þekkist í, en það er allvíða í ættabókum, að það má ekki nota nema að undangenginni rannsókn gagnkunnugra ættfræðinga. Frá miðju 144. blaði til miðs 145. blaðs er stutt niðjatal Jóns biskups Arasonar, en þá tekur við niðjatal frá Eiríki presti á Auðkúlu Magnússyni og Bjarna bróður hans. Það nær fram á 154. blað. Þessi kafli handritsins sýnir, að a. m. k. sum blöðin í því hafa ekki verið tölusett fyrr en nokkru eftir að það var skrifað. Það sést á því, að blöð- in 147—152 incl. eru innskot og 153. blað hefur í upphafi verið framhald af 146. blaði. Neðst á síðasttalda blaðinu er getið síra Jóns skálds í Laufási Magnússonar. Um síra Jón og niðja hans, sem höfundi voru margir vel kunnir, hefur hann skrifað miklu meira og fyllra en um aðra niðja síra Eiríks á Auðkúlu. Kaflinn um síra Jón og raunar fleiri niðja síra Eiríks, sem honum voru vel kunnir, er á innskotsblöðunum, sem skrif- uð eru á öðrum tíma en fyrrnefnda niðjatalið frá síra Eiríki; eru innskotsblöðin með annarri pennaáferð. Kaflinn er athyglisverður vegna þess, að hann virðist að töluverðu leyti vera frumskráður hjá höfundi. Annars má sjá, að höfundur hefur haft fyrir sér æfisögu Gísla biskups Magnússonar eftir Hálfdan skólameistara Einarsson, með því að úr henni er orðréttur kafli á 149. blaði. 1 framhaldi af niðjatalinu frá síra Eiríki á innskotsblöðunum nefnir höfundur ætt frá Grími smið í Viðvík Eiríkssyni og Birni á Kálfsstöðum í Hjaltadal Arnbjörnssyni, en þar nefnir hann Halldór föður Guðrúnar konu Björns Jónsson í stað Oddsson. Á aftari síðu 152. blaðs er stuttur kafli um ætt Gísla lögréttumanns á Hafgrímsstöðum Hákonarsonar, en neðst á síðunni vekur höfundur athygli á innskoti sínu á fyrrnefnd- um blöðum. Nokkrar smávillur eru á 153. blaði, og er það réttara, sem á innskotsblöð- unum stendur, þar sem ekki ber saman. Börn Halls lögréttumanns í Möðrufelli Bjarna- sonar og Guðrúnar Hallsdóttur, síðari konu hans, eru ekki tæmandi talin á 153. blaði. Á 154. blaði hefst niðjatal Hallgríms föðurföður Guðbrandar biskups, og hann er hér talinn Sveinbjörnsson í stað Þorsteinsson Sveinbjörnssonar. Þetta niðjatal nær fram á 156. blað. Síðan taka við ýmsar kunnar ættatölur fram á 159. blað, en á fremri síðu þess blaðs segir höfundur: „ . . . Þetta er skrifað úr æfiþulukvæði áttræðs nær síra Einars Sigurðssonar segir Oddur klausturhaldari á Reynistað Jónsson, sem ég hygg að mestan part þessarar ættar- bókar skrifað hafi, því hann segir þar að langafi sinn hafi kvæðið gert, síra Einar, og vill það ná heim að það hafi síra Einar á Heydölum verið því að Hólmfríður móðir Odds var etc. .. .“ Eg hygg, að svo beri að skilja þessi orð höfundar, að uppistaðan í kafla handritsins frá upphafi II. bindis fram að því, sem hér er komið handritinu, sé ættabók, sem Odd- ur klausturhaldari á Reynistað Jónsson hafi skrifað, að því er höfundur hyggur, en bók þá hafi hann skrifað upp og bætt einhverju við frá eigin brjósti. Aftar á 159. blaði og á 160. blaði segir frá Þórði tréfæti föður síra Jóns í Mikla-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.