Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Síða 169
LÝSING 0 G SKÝRING Á L B S. 2574—2575 8vo
169
niðjatalanna. Hún virðist hafa verið skrifuð af manni ókunnugum ætt þessari eftir
niðjatali, sem ætla mætti að hafi verið sæmilega rétt að efni til, en illa fram sett. Niðja-
talið frá Eiríki Sumarliðasyni er svo mjög varasamt í þeim myndum, sem það nú
þekkist í, en það er allvíða í ættabókum, að það má ekki nota nema að undangenginni
rannsókn gagnkunnugra ættfræðinga.
Frá miðju 144. blaði til miðs 145. blaðs er stutt niðjatal Jóns biskups Arasonar, en
þá tekur við niðjatal frá Eiríki presti á Auðkúlu Magnússyni og Bjarna bróður hans.
Það nær fram á 154. blað. Þessi kafli handritsins sýnir, að a. m. k. sum blöðin í því
hafa ekki verið tölusett fyrr en nokkru eftir að það var skrifað. Það sést á því, að blöð-
in 147—152 incl. eru innskot og 153. blað hefur í upphafi verið framhald af 146.
blaði. Neðst á síðasttalda blaðinu er getið síra Jóns skálds í Laufási Magnússonar. Um
síra Jón og niðja hans, sem höfundi voru margir vel kunnir, hefur hann skrifað miklu
meira og fyllra en um aðra niðja síra Eiríks á Auðkúlu. Kaflinn um síra Jón og raunar
fleiri niðja síra Eiríks, sem honum voru vel kunnir, er á innskotsblöðunum, sem skrif-
uð eru á öðrum tíma en fyrrnefnda niðjatalið frá síra Eiríki; eru innskotsblöðin með
annarri pennaáferð. Kaflinn er athyglisverður vegna þess, að hann virðist að töluverðu
leyti vera frumskráður hjá höfundi. Annars má sjá, að höfundur hefur haft fyrir sér
æfisögu Gísla biskups Magnússonar eftir Hálfdan skólameistara Einarsson, með því að
úr henni er orðréttur kafli á 149. blaði.
1 framhaldi af niðjatalinu frá síra Eiríki á innskotsblöðunum nefnir höfundur ætt
frá Grími smið í Viðvík Eiríkssyni og Birni á Kálfsstöðum í Hjaltadal Arnbjörnssyni,
en þar nefnir hann Halldór föður Guðrúnar konu Björns Jónsson í stað Oddsson. Á
aftari síðu 152. blaðs er stuttur kafli um ætt Gísla lögréttumanns á Hafgrímsstöðum
Hákonarsonar, en neðst á síðunni vekur höfundur athygli á innskoti sínu á fyrrnefnd-
um blöðum. Nokkrar smávillur eru á 153. blaði, og er það réttara, sem á innskotsblöð-
unum stendur, þar sem ekki ber saman. Börn Halls lögréttumanns í Möðrufelli Bjarna-
sonar og Guðrúnar Hallsdóttur, síðari konu hans, eru ekki tæmandi talin á 153. blaði.
Á 154. blaði hefst niðjatal Hallgríms föðurföður Guðbrandar biskups, og hann er
hér talinn Sveinbjörnsson í stað Þorsteinsson Sveinbjörnssonar. Þetta niðjatal nær
fram á 156. blað. Síðan taka við ýmsar kunnar ættatölur fram á 159. blað, en á fremri
síðu þess blaðs segir höfundur:
„ . . . Þetta er skrifað úr æfiþulukvæði áttræðs nær síra Einars Sigurðssonar segir
Oddur klausturhaldari á Reynistað Jónsson, sem ég hygg að mestan part þessarar ættar-
bókar skrifað hafi, því hann segir þar að langafi sinn hafi kvæðið gert, síra Einar, og
vill það ná heim að það hafi síra Einar á Heydölum verið því að Hólmfríður móðir
Odds var etc. .. .“
Eg hygg, að svo beri að skilja þessi orð höfundar, að uppistaðan í kafla handritsins
frá upphafi II. bindis fram að því, sem hér er komið handritinu, sé ættabók, sem Odd-
ur klausturhaldari á Reynistað Jónsson hafi skrifað, að því er höfundur hyggur, en
bók þá hafi hann skrifað upp og bætt einhverju við frá eigin brjósti.
Aftar á 159. blaði og á 160. blaði segir frá Þórði tréfæti föður síra Jóns í Mikla-