Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Page 189
PÉTUR PALLADÍUS, RIT HANS OG ÍSLENDIN GAR
189
superintendent af honum hinn 3. okt. 1542.2 Ef til vill hefur Gizur notið stuðnings
þeirra Palladiusar og Bugenhagens í baráttunni við ásælni konungsvaldsins til kirkju-
og klaustraeigna. Oss er það ekki eins ljóst hér á Islandi, að kirkjunnar menn í Dan-
mörku, þótt siðbættir væru, urðu að heyja sama stríðið við konungsvaldið með sömu
hörku og hér, eins og atvik úr sögu Palladiusar sýnir. Bugenhagen skrifar konungi
1539 og kvartar undan því, að lénsmennirnir láti ekki það af mörkum, sem skylt sé að
lögum. Segir hann þá frá því, er hann ætlaði að ferðast til Nýborgar á Sjálandi, þá
hafði Palladius beðið hann að nota sína hesta. Þeir fengju þá fóður meðan á ferðinni
stæði. Að öðrum kosti myndu þeir horfalla, því lénsmaðurinn stæði ekki skil á fóðr-
um, og Palladius hefði ekkert fé aflögu til fóðurkaupa.3 Tilgáta dr. Páls E. Olasonar
um stuðning þeirra Palladiusar og Bugenhagens við Gizur í klaustramálunum er senni-
lega rétt.4 Kjör kirkjunnar manna í Danmörku voru ömurleg á þeim tíma, er hér
ræðir um.
Gizur á fræðakver Palladiusar, en lízt illa á danska þýðingu handa íslendingum.
Enda var það neyðarúrræði hjá Palladiusi að senda hana hingað í þeim búningi. Þor-
varður Einarsson, bróðir Marteins og Péturs, hafði byrjað á íslenzkri þýðingu, en
andaðist skömmu síðar.5 Hafði hann reyndar verið til húsa hjá Palladiusi ásamt
Absalon Pedersen Beyer, hinum norska fræðimanni.6
Marteinn Einarsson er yfirheyrður af Palladiusi og hinum hálærðu við Háskólann
og fær svo vígslu hinn 7. apríl 1549.7 En Sigvarður ábóti, keppinautur Marteins um
tignina, var greftraður af honum árið 1550 að sögn Harboes, sem virðist hafa haft
líkræðu hans í höndum.8 Og þegar Marteinn hafði verið handtekinn af þeim norðan-
mönnum, ritaði síra Þórður, sonur hans, Palladiusi bréf út af atburði þeim hinn 1.
júlí 1550.° En Palladius hafði áður um vorið ritað Jóni Arasyni um að láta af þrá-
kelkni sinni og fá sér heldur aðstoðarmann, sem stjórnað gæti á lúterska vísu.10
Veturinn 1550—51 var síra Gísli Jónsson í Selárdal til húsa hjá Palladiusi og, ef
til vill, einnig Ölafur Hjaltason. Lízt Palladiusi vel á þá báða, eins og fram kemur í
vitnisburðarbréfum hans, hinn 1. og 3. maí 1551.11 Og skömmu eftir nýjár 1552 er
síra Ólafur vígður superintendent, líklega af Palladiusi.12 Gísli er hins vegar vígður
af honum laust eftir nýjár 1558.13
Ef til vill hefur Palladius látið senda hingað til lands eintak eða eintök af riti sínu
„Formula visitationis provincialis“, sem prentað var 1543, en er nú einvörðungu þekkt
í endurprentuninni, Kaupmannahöfn 1555. Fjallar það um embættisverk prófasta,
vísitazíur, prestafundi, skóla og fleira.14 Ekki er það ósennilegt, að hann hafi sent
Gizuri þetta, meðal annars af því, að litið var á Sjálandsbiskup sem nokkurs konar
erkibiskup í löndum kóngs, eins og kemur fram í einu bréfa Guðbrands biskups, er
hann segir: „doctor Pall Erchibiskup j Sællandi“.15
Þeir vígslusynir hans, Gizur og Marteinn, hafa notfært sér rit hans að einhverju
leyti.
Gizur hefur vafalaust þýtt fræðakver Palladiusar á íslenzku, því illa leizt honum á
að kenna Islendingum fræðin á dönsku, eins og áður greinir. Guðbrandur biskup