Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Síða 189

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Síða 189
PÉTUR PALLADÍUS, RIT HANS OG ÍSLENDIN GAR 189 superintendent af honum hinn 3. okt. 1542.2 Ef til vill hefur Gizur notið stuðnings þeirra Palladiusar og Bugenhagens í baráttunni við ásælni konungsvaldsins til kirkju- og klaustraeigna. Oss er það ekki eins ljóst hér á Islandi, að kirkjunnar menn í Dan- mörku, þótt siðbættir væru, urðu að heyja sama stríðið við konungsvaldið með sömu hörku og hér, eins og atvik úr sögu Palladiusar sýnir. Bugenhagen skrifar konungi 1539 og kvartar undan því, að lénsmennirnir láti ekki það af mörkum, sem skylt sé að lögum. Segir hann þá frá því, er hann ætlaði að ferðast til Nýborgar á Sjálandi, þá hafði Palladius beðið hann að nota sína hesta. Þeir fengju þá fóður meðan á ferðinni stæði. Að öðrum kosti myndu þeir horfalla, því lénsmaðurinn stæði ekki skil á fóðr- um, og Palladius hefði ekkert fé aflögu til fóðurkaupa.3 Tilgáta dr. Páls E. Olasonar um stuðning þeirra Palladiusar og Bugenhagens við Gizur í klaustramálunum er senni- lega rétt.4 Kjör kirkjunnar manna í Danmörku voru ömurleg á þeim tíma, er hér ræðir um. Gizur á fræðakver Palladiusar, en lízt illa á danska þýðingu handa íslendingum. Enda var það neyðarúrræði hjá Palladiusi að senda hana hingað í þeim búningi. Þor- varður Einarsson, bróðir Marteins og Péturs, hafði byrjað á íslenzkri þýðingu, en andaðist skömmu síðar.5 Hafði hann reyndar verið til húsa hjá Palladiusi ásamt Absalon Pedersen Beyer, hinum norska fræðimanni.6 Marteinn Einarsson er yfirheyrður af Palladiusi og hinum hálærðu við Háskólann og fær svo vígslu hinn 7. apríl 1549.7 En Sigvarður ábóti, keppinautur Marteins um tignina, var greftraður af honum árið 1550 að sögn Harboes, sem virðist hafa haft líkræðu hans í höndum.8 Og þegar Marteinn hafði verið handtekinn af þeim norðan- mönnum, ritaði síra Þórður, sonur hans, Palladiusi bréf út af atburði þeim hinn 1. júlí 1550.° En Palladius hafði áður um vorið ritað Jóni Arasyni um að láta af þrá- kelkni sinni og fá sér heldur aðstoðarmann, sem stjórnað gæti á lúterska vísu.10 Veturinn 1550—51 var síra Gísli Jónsson í Selárdal til húsa hjá Palladiusi og, ef til vill, einnig Ölafur Hjaltason. Lízt Palladiusi vel á þá báða, eins og fram kemur í vitnisburðarbréfum hans, hinn 1. og 3. maí 1551.11 Og skömmu eftir nýjár 1552 er síra Ólafur vígður superintendent, líklega af Palladiusi.12 Gísli er hins vegar vígður af honum laust eftir nýjár 1558.13 Ef til vill hefur Palladius látið senda hingað til lands eintak eða eintök af riti sínu „Formula visitationis provincialis“, sem prentað var 1543, en er nú einvörðungu þekkt í endurprentuninni, Kaupmannahöfn 1555. Fjallar það um embættisverk prófasta, vísitazíur, prestafundi, skóla og fleira.14 Ekki er það ósennilegt, að hann hafi sent Gizuri þetta, meðal annars af því, að litið var á Sjálandsbiskup sem nokkurs konar erkibiskup í löndum kóngs, eins og kemur fram í einu bréfa Guðbrands biskups, er hann segir: „doctor Pall Erchibiskup j Sællandi“.15 Þeir vígslusynir hans, Gizur og Marteinn, hafa notfært sér rit hans að einhverju leyti. Gizur hefur vafalaust þýtt fræðakver Palladiusar á íslenzku, því illa leizt honum á að kenna Islendingum fræðin á dönsku, eins og áður greinir. Guðbrandur biskup
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.