Réttur - 01.01.1958, Page 1
RÉTTUR
TÍMARIT UM ÞJÓÐFÉLAGSMÁL
| 1.-4. HEFTI . 41. ÁRQ. |
19 5 8
EINAR OLGEIRSSON:
Marx og marxisminn
Á þessu ári eru liðin 140 ái síðan Karl Marx fæddist, 5. maí
1818, í borginni Trier í Þýzkalandi, og 75 ár síðan hann dó 14.
marz 1883 í Lundúnum.
Það mun vart ofsagt, að af öllum hinum miklu hugsuðum 19.
aldarinnar hafi enginn einstakur maður sett svo mark sitt á 20.
öldina sem Karl Marx hefur gert.
Hið stórfenglega við Karl Marx er að hann er hvorttveggja í
senn einhver skarpskyggnasti vísindamaður allra alda og ein-
hver raunsæjasti hugsjónafrömuður mannkynsins. Og þessi æðri
eining þekkingar og siðgæðis er og aðal kenninga hans, marx-
ismans. I marxismanum renna saman í eitt: vísindin um þjóð-
félagsþróunina, sér í lagi um lögmál auðvaldsþjóðfélagsins og
stéttaþjóðfélagsins almennt, og hugsjónin um frjálst, stéttlaust,
bróðurlegt samfélag allra manna. Vísindi marxismans veita þess-
ari hugsjón mannkynsins í fyrsta sinn raunhæfan grundvöll að
byggja á. Hugsjón marxismans gefur þessum vísindum fagurt
og gott markmið til að vinna að. Þjóðfélagsvísindin og hugsjón
frelsis og bræðralags eru af marxismanum tengd í eina órofa
heild, einmitt þegar mannkyninu ríður allra mest á.
011 vísindi mannanna verða nú á tímum að tengjast þjóð-
félagsvísindum, vegna þess að vísindin: — eðlisfræðin, efnafræðin
o. s. frv. — hafa nú þegar veitt manninum slíkt vald yfir náttúr-
unni, gefið slíka möguleika til að framleiða allsnægtir, að eina
spurningin er raunverulega sú, hvort maðurinn — og það er mann-