Réttur - 01.01.1958, Síða 4
4
R É T T U R
er einnig hægt að gera marxismann þurran og þröngan, ef þannig
er á haldið, en hvorki verður það skrifað á reikning Marx né
marxismans.
Því dýrlegri sjón er hitt að sjá þá nýsköpun marxismans, sem
mestu stjórnmálasnillingar okkar aldar hafa unnið að: sjá Lenín
móta hann við aðstæður hnígandi auðvalds, beita honum sem
lyftistöng rísandi byltingar og áttavita inn á lönd sósíalismans,
— sjá Mao-Tse-Tung laga hann að þörfum hinnar miklu, vísu
bændaþjóðar heims, gera hann að þeim kyndli, er vakti kínversku
þjóðina af þyrnirósusvefni og vísaði henni veginn fram til jafn-
aðar og vaxandi velferðar.
Einmitt verk þessara manna og f jölmargra annara sanna okkur,
að marxisminn á eilífa nýsköpun framundan, að engum mun tak-
ast að eyðileggja hann, hvorki þeim kredduklerkum, er reyna að
gera hann að stirðnaðri bókstafstrú, né hinum, er hafa á sér yfirskin
hans en afneita hans krafti.
Marxisminn var skapaður á grunni þriggja höfuðstefna, er hæst
bar þá á Vesturlöndum: hinnar klassisku þýzku heimspeki, hinnar
ensku, klassisku, pólitísku hagfræði og hins franska sósíalisma.
Sjálfur tr marxisminn hámaik þess, er Vestur-Evrópa hefur skapað
á þessum sviðum. Það má vera oss Vestur-Evrópumönnum nokkur
huggun, ef vér látum feigt auðvald hindra þróun þessara landa
vorra, er eitt sinn ruddu brautina, og megnum sjálfir lítt að ný-
skapa marxismann hér né ryðja honum braut til sigurs, að horfa
á þjóðir austursins vinna hvert afrekið af öðru í krafti hans og
nýskapa hann ár frá ári, — það má vera oss nokkur huggun að
hugsa þá um uppruna hans og segja með skáidinu: „Stofninn er
gamall, þótt laufið sé annað en forðum". En léleg huggun er
það. — Það er vissulega tími til kominn að alþýða Vestur-Evrópu
hefji marxismann til þess vegs sem Vesturlönd þarfnast, ef þau
eiga ekki að dragast aftur úr í allri þróun veraldar.
Það er svo um marxismann sem öll rnikil sannindi, að eigi
aðeins þeir, sem aðhyllast hann, læra af honum, heldur og and-
stæðingarnir. Enda þótt auðvald Evrópu og Ameríku afneiti
skilyrðislaust öllu, sem við marxisma er kennt, þá er því samt svo
farið, að þegar þýzkir stóriðjuhöldar og amerískir auðhringar