Réttur - 01.01.1958, Page 5
B É T T U R
5
reyna að átta sig á viðskiptakreppum síns eigin kerfis, þá beita
þeir helzt til þess skiigreiningum marxismans á orsökum kreppn-
anna, en geta af skiljanlegum ástæðum ekki notað aðferðir
marxismans til að ráða niðurlögum þeirra eða afstýra þeim. — Og
áhrif marxismans á borgaralega sagnaritun nútímans eru orðin
svo rík, að þeir sagnaritarar, sem enn beita aðferðum hugsæis-
stefnunnar, minna helzt á þá „sagnaritara" miðalda, er létu höfuð-
engla og dýrlinga stjórna flestum atburðum sagna sinna.
★
Hér á íslandi hefur marxisminn sett mark sitt á hina stórfeng-
legu þróun þjóðar vorrar á þessari öld.
Það er máttur marxismans, hins vísindalega sósíalisma, sem
hefur mótað verkalýðshreyfingu Islands í vaxandi mæli síðustu
hálfa öld. Það er fagnaðarboðskapur sósíalismans um mátt al-
þýðunnar, er hún sameinist í eina fylkingu, sem hefur gert íslenzka
alþýðu, er fyrrum var sundruð í þúsundir einstaklinga, að einni
sterkri, voldugri heild. Það er hugsjónin um það þjóðfélag, þar
„sannleiki ríkir og jöfnuður býr", sem hefur látið langþrælkaðan
verkamann aldamótaáranna rétta úr bognu baki sínu og rísa upp,
stoltan og djarfan, stéttvísan verkamann dagsins í dag. Það er sá
kraftur og kynngi, sem skapast hjá samtaka, stórhuga alþýðu, er
ráðið hefur sókn íslenzkrar alþýðu frá örbirgð aldamótanna fram
til bjargálna nútímans. Og við veigamestu ákvarðanir forustunnar
á þeirri leið verklýðshreyfingarinnar, réð það úrslitum hvort for-
ustuflokkur alþýðunnar kunni að beita marxismanum við sérstæð-
ar, íslenzkar kringumstæður. Atlagan mikla, er umbvlti efnahags-
kjörum íslenzks verkalýðs,: „skæruhernaðurinn" 1942 og allur
undirbúningur þeirrar sóknar, var óhugsandi án skilnings marx-
istísks flokks á því sérstæða ástandi í auðvaldsþjóðfélagi, er at-
vinnuleysið var horfið. ,.Nýsköpunar"-hugmyndir Sósíalistaflokks-
ins 1944 áttu beinlínis rót sína að rekja til hugmyndar marxismans
um áætlunarbúskap og skilnings marxista á grundvallargildi fram-
leiðslutækja fyrir mannlegt þjóðfélag (en það er barnalærdómur,
sem sumum fullorðnum „þrautreyndum" og „þjálfuðum" stjórn-
málamönnum og hagfræðingum virðist erfitt að skilja enn). En