Réttur - 01.01.1958, Page 9
Aríurínn
(Sönn saga)
Það var kominn gestur í heimsókn hjá Vladímír Ilitsj Lenín —
stillileg ung stúlka, Ijómandi falleg og glæsilega búin, hafði Ieitað
uppi dvalarstað hans í Genf. Hún hafði auðsjáanlega eitthvað
mikilvægt að segja honum, jpví Lenín varð mjög alvarlegur á svip-
inn og lét hana setjast við hlið sér og hlustaði með mikilli athygli.
Þau ræddust við fram yfir miðnætti.
„GRENl SATANS"
Langt burtu frá Genf, í Bytyrki-fangelsinu í Moskvu, hafði
ungur maður verið pyntaður vikum saman. Honum var varnað
svefns, neitað um mat og rekinn út í fangelsisgarðinn þegar af-
tökur uppreisnarmanna fóru fram.
Fangi þessi var Nikolai Schmitt, verksmiðjueigandi í Moskvu.
Faðir hans hafði átt húsgagnaverksmiðju, en drengurinn var
ekki gamall, þegar fór að bera á næmri réttlætiskennd hjá honum.
Hann fylltist uppreisnaranda gegn harðneskju föður síns, sá hvern-
ig hann með allskonar refsiaðgerðum og fésektum gerði verka-
mönnum lífið að þungri byrði og var skelfingu lostinn yfir eymd-
arkjörum þeirra. Þegar hann kom í háskólann, fann hann fljótt
að hann átti í mörgu samleið með þeim stúdentum sem aðhylltust
byltingarsinnaðar skoðanir og sökkti sér því með brennandi áhuga
niður í marxistískar bókmenntir og las allt sem hann gat náð í
um kenningar Marx. Gagntekinn sem hann var af heitri þrá til
að hjálpa hinum undirokuðu lá það beint fyrir honum að fylkja
sér undir merki hugsjóna og frelsisbaráttu og enginn hlutur var
eins eðlilegur í hans augum og að ganga í lið með bolsévíkum;
það hvarflaði ekki einu sinni í hug hans að til væri önnur Ieið