Réttur - 01.01.1958, Page 13
BETTUE
13
nokkrum sinnum með þumalfingurna undir vestisboðungnum.
Svo leit hann upp með sínu sérkennilega glettnisbrosi, sem var
honum svo eiginlegt, og hrópaði eins og gáskafullur unglingur:
„Vitið þið hvað við gerum! Við giftum hana einhverjum aðals-
manni sem er bolsévíki. Þegar öllu er á botninn hvolft, hver er
þessi Morozov? Milljónamæringur, það er allt og sumt, kominn af
kúlökkum — stórbændum, og slíkir menn halda áfram að hugsa
eins og stórbændur. Þið vitið hvernig þetta fólk horfir upp til
aðalsins, sem hefur aðgang að hirðsölunum. En bændur komast
aldrei þangað inn fyrir dyr, hversu ríkir sem þeir eru. Svo að giftast
inn í einhverja aðalsfjölskylduna er stórkostleg upphefð fyrir þá."
Og Lenín hélt áfram að útlista sálarlíf stórbænda fyrir hinum
ungu áheyrendum sínum.
Já, en hvar eigum við að ná í slíkan eiginmann,? spurði Viktor.
Nadezda, kallaði Lenín til konu sinnar, Nadezdu Krupskaju:
leitaðu í „almanakinu" þínu og finndu brúðguma fyrir okkur.
Stundarfjórðungi síðar kom hún út úr herbergi sínu með vasa-
bók í hendinni.
Hér er einn mjög frambærilegur, sagði hún.
Hver er það?
Alexander Ignatjev. Hann er í leynihreyfingu bolsévíka.
Lenín varð himinlifandi. Þarna var maðurinn, og hann bað
Krúpskaju að sjá um að sent yrði eftir Ignatjev sem stundaði
nám í Rússlandi.
Þegar Lísa heyrði um þessa nýju ráðagerð, svaraði hún blátt
áfram: Ég vil gera allt sem getur orðið málstað okkar til fram-
dráttar. Ég fæ aldrei frið í sál mína fyrr en ég hef framkvæmt
síðustu ósk bróður míns.
Nokkru seinna kom „brúðguminn" til Genf, glæsilegt ung-
menni, hofmannlegur í framkomu, ósvikinn aðalsmaður. Hann
fór beint til Leníns. Hvernig get ég orðið rússnesku alþýðunni að
liði, Vladímír Iijitsj?
Með því að kvænast, bróðir sæll, og það eins fljótt og unnt er.
Um þetta leyti fluttist miðstöð bolsévíka til Frakklands og brúð-
kaupið fór fram í kirkju sendiráðs rússneska keisaradæmisins í
París.