Réttur - 01.01.1958, Page 14
14
R É T T U R
Mildir geislar kvöldsólarinnar léku um gulu blómin í hári brúð-
urinnar og brúðarslæðan bylgjaðist sviflétt um axlir hennar þegar
hún og Alexander gengu upp kirkjutröppurnar.
Svo var hjónavígslunni lokið og brúðarparið hélt sína leið en
skildu eftir nýja innritun í kirkjubókinni: Brúðgumi Alexander
Mikhailovitsj Ignatjev, aðalsmaður, stúdent við keisaralega há-
skólann í St. Pétursborg, ekki giftur áður" og brúður — Elizavéeta
Pavlovna Schmitt, dóttir velmetins borgara, ekki gift áður". Dag-
setning, „París 11. október (24. okt. eftir nýja tímanum) 1908."
Annað bréf var sent af stað til frænda hennar. Lísa skýrði hon-
um frá því að hún hefði gifzt manni af aðalsættum og langaði
til að setja á laggirnar útgáfufyrirtæki í París. kaupa einbýlishús
í nágrenni við Nissa og í stuttu máli að lifa á stórbrotinn hátt eins
og meðlimi Morozov-ættarinnar sæmdi og nú væri það ekki ein-
ungis fé bróður hennar sem um væri að ræða, heldur færi hún
einnig fram á að erfðahluti hennar sjálfrar yrði um leið greiddur út.
Ignatjev fór aftur til St. Pétursborgar og Lisa til gistihússins þar
sem hún bjó. Frú Busset veitingakona skildi hvorki upp né niður.
Þarna var brúðurin, sem hún hafði klætt fyrir kirkjuvígsluna kom-
in strax aftur. Rómantískt hugmyndaflug gömlu konunnar var nú
vakið fyrir alvöru og hún reyndi að geta sér til hvaða leyndar or-
sakir lægju til þess að ungu hjónin hefðu skilið svo að segja við
kirkjudyrnar. Aumingja, aumingja Lísa, hélt hún áfram að tauta
með sjálfri sér.
Og Lísa, hvernig leið henni? Fyrir hugskotssjónum hennar stóð
annað andlit þegar Ignatjev leiddi hana að altarinu. Það var annar
maður ,sem hún þráði að lífsförunaut. Hinn ungi Viktor Taramta
átti hug hennar allan. Þau höfðu verið allmikið saman um það
leyti sem verið var að finna „brúðgumann".
Viktor var ævinlega hlaðinn störfum. Hann sat í miðstjórn
flokksins, og var í ritstjórn blaðsins „Oreigar sem bolsévíkar
gáfu út í Genf. En hann hafði alltaf nægan tíma, þegar Lísa átti
í hlut. Þau reikuðu fram og aftur um breiðgötur Parísarborgar eða
hitmst á heimilum annarra útlaga. Lísa var ágæmr píanóleikari
og spilaði oft í smáheimboðum þeirra. Lenín hafði yndi af að
hlusta á hana.