Réttur - 01.01.1958, Page 16
16
R É T T U lt
Gleði þeirra var því mikil, þegar þau gátu haldið heim til Rúss-
lands vorið 1919. Þau ferðuðust með frönsku vöruflutningaskipi
til Finnlands, þar urðu þau að bíða lengi í hafnarbænum Hankö,
meðan fóru fram skipti á rússneskum útlögum og finnskum og
frakkneskum föngum.
Um miðjan maímánuð, þegar vorið er sem allra fegurst. stigu
þau aftur fæti á rússneska grund. Vinir þeirra komu og fögnuðu
þeim og Lenín og Krúpskaja sáu sjálf um að þau skorti ekki neitt
af neinu. Þau hjón og fjögur börn þeirra fengu íbúð, að undirlagi
Leníns, í einni álmunni á Malí Nikolajevski höllinni í Kreml, og
Lísu voru veitt lífstíðar eftirlaun fyrir þjónustu hennar í þágu
byltingarinnar.
Sagan um dánargjöf Nikolai Scbmitt, eins og Jelena Kravt-
sjenkó, gamall bolsévíki, sagði hana, hafði djúp áhrif á mig og
gagntók mig svo að ég leitaði að heimildum í skjalasöfnum, gekk
í minjasöfn og hafði upp á ættingjum og nánustu vinum Lísu
Schmitt og komst í gamlar myndir, bréf og dagbækur.
Þannig varð þessi saga til.
Þóra Vigfúsdótíir þýddi
úr „Die Sowjetfrau" október 1957.