Réttur - 01.01.1958, Page 17
EINAR OLGEIRSSON:
Reikningsskil verkalfdsins
við aiturhaldsöilin í i'rani-
sóknarilokknum
Framsóknarflokkurinn hefur rofið vinstri stjórnarsamvinnuna
er hófst 24. júlí 1956. Það eru afturhaldsöflin í Framsókn, þau,
sem tengdust eru auðvaldi og hagsmunum þess, sem því hafa ráðið.
I grein þeirri, er ég reit um vinstri stjórnina í Rétt 1957 „Hvert
stefnir", lagði ég áherzlu á að verkalýðshreyfingin yrði að gera
sér fyliilega Ijóst, hvað í húfi væri í sambandi við myndun og
starf vinstri stjórnar. „Með myndun vinstri stjórnar hefur hún
(verkalýðshreyfingin) kastað teningunum. Tilraunin verður að
takast," — stóð þar.
Tilraunin hefur ekki mistekizt. Það tókst að gera ýmsa góða
og mikilvæga hluti í vinstri stjórninni fyrir tilstuðlan Alþýðu-
bandalagsins og Sósíalistaflokksins: Það tókst að afnema atvinnu-
leysið að mestu í þeim þrem landsfjórðungum, sem eyðingin
vofði yfir. — Það tókst að stórauka viðskipti Islands út á við
°g tryggja íslenzku þjóðina gegn kreppu og atvinnuleysi með
hinum miklu viðskiptasamningum við ríki sósíalismans. — Það
tókst að færa út landhelgi Islands í 12 mílur. — Það tókst að
sanna að Islendingar geta verið efnahagslega sjálfstæðir og lifað
vel, án amerískrar hernámsvinnu og gjafakorns.
Tilraunin mistókst ekki, en henni var hætt. Afturhaldsöflin
í Framsóknarflokknum beittu sér fyrir stjórnarslitum af slíku
kappi og íorsjárleysi, að sjaldgæft er í íslenzkum stjórnmálum.
Afturhaldið í Framsókn hafði áður í stjórnarsamvinnunni kom-
ið í veg fyrir nauðsynlegar rótttækar aðgerðir. Það hafði hindrað
það að ríkiseinkasala væri tekin upp á olíu og fleiri vörum. Það
hafði komið í veg fyrir myndun áætlunarráðs og skynsamlega