Réttur - 01.01.1958, Side 20
20
RÍITUR
Hverjar eru orsakir þess að viðhorf auðvalds og afturhalds
mega sín svo mikils í forustu Framsóknar, sem vill þó láta al-
þýðufólk um land allt trúa því, að Framsókn sé vinstri flokkur?
Það ríður mikið á að alþýða manna og ekki sízt heiðarlegir fylgj-
endur Framsóknarflokksins geri sér þær orsakir ljósar.
Framsóknarflokkurinn hefur að vísu verið lengi afturhalds-
samur í launamáium verkalýðs (öðru hefur gegnt um embættis-
menn), en í því sambandi hefur þó lengi gætt gamaldags sjónar-
miða þröngsýnna bænda, en viðhorf nýtízku auðhringa hefur hins-
vegar aldrei verið eins sterkt í Framsókn og hin síðustu ár.
Hvernig stendur á því? Hvaðan koma þau viðhorf?
Hinn efnahagslegi bakhjarl Framsóknarflokksins er Samband
ísl. samvinnufélaga. Þetta Samband var upphaflega myndað sem
tæki kaupfélaganna, vopn samvinnustefnunnar í baráttu hennar
við auðmannastétt landsins og auðvaldsskipulagið sjálft. Hugsjón
samvinnustefnunnar var og er að sameina hina vinnandi menn
í samvinnufélög til verzlunar og framleiðslu, er geri þeim mögu-
legt að afnema arðránið á vinnandi stéttunum og tryggja þeim
fullan afrakstur vinnu sinnar, ala mennina upp í anda samhjálp-
ar og bræðralags og útrýma að lokum með fullum sigri sam-
vinnustefnunnar sjálfu arðránsskipulagi auðvaldsins.
Það hefur vofað sú hætta yfir íslenzku samvinnuhreyfingunni
eins og öllum öðrum göfugum fjöldahreyfingum, sem vaxa að
valdi innan spillandi umhverfis auðvaldsskipulagsins sjálfs, að
smitast af umhverfinu, sýkjast af auðvaldinu, tileinka sér vinnu-
brögð þess og viðhorf og gleyma hugsjóninni og takmarkinu;
láta sér nægja þá sigra, er flytja samtökunum auð og völd, en
gleyma manninum, hinum vinnandi fjölda, farsæld hans og fé-
lagslegri velferð, enda þótt það hafi reyndar verið höfuðtakmarkið
þegar lagt var af stað: að máttkva og stækka hinn vinnandi
mann, bæta hann og göfga.
Þetta óttuðust beztu menn samvinnuhreyfingarinnar þegar fyrir
löngu .Hallgrímur Kristjánsson, einn bezti brautryðjandi sam-
vinnustefnunnar og frumkvöðull S.I.S. lét forðum þau orð falla
við Jónas Þorbergsson að hann óttaðist um framtíðarörlög stefn-
unnar. „Hann kveið því, að starfsemin myndi, er stundir liðu