Réttur - 01.01.1958, Síða 22
22
R É T T U R
Lán, sem skipta hundruðum milljóna króna, eru íengin í bönk-
um ríkisins að nafninu til handa bændum, en stöðvast flest í
bákni S.Í.S.
Þróunin er orðin þessi:
Hin lifandi, stríðandi samvinnuhreyfing, — sem leiddi bændur
og verkamenn fram undir forusm fórnfúsra hugsjóna- og baráttu-
manna til atlögu gegn auðvaldi og afturhaldi og reisti sveitaal-
þýðuna úr sárustu niðurlægingu, — hefur skapað á núverandi
skeiði voldugt auðsöfnunarbákn, tengt innlendu og erlendu auð-
valdi sterkum gróðaböndum. Það eru orðin hausavíxl á hlutun-
um. Það kaupfélag, sem í upphafi var vopn hins vinnandi bónda
gegn einokunarvaldi, er nú sumstaðar orðið aðsópsmikið tæki,
sem forstjóri jafnvel Iætur bóndann finna til að hann skuli beygja
sig fyrir. Sambandið, sem kaupfélögin skópu sem tæki sitt í bar-
áttu við verzlunarauðvaldið, er orðið drottnari kaupfélaganna,
sem skammtar þeim jafnvel forstjóra og vörur. Og sama Sam-
band iðkar helmingaskipti við verzlunarauðvald Reykjavíkur og
læmr Framsóknarflokkinn fara úr ríkisstjórn og í, eftir því sem
verzlunarhagsmunir þess og bankayfirráð bjóða. Og fari verka-
lýðshreyfing landsins fram á að olíusalan sé þjóðnýtt, „lögþving-
uð samvinna" innleidd með eina mesm nauðsynjavöru lands-
manna í þágu þeirra allra, þá er það Framsókn og S.Í.S. sem þver-
neitar og gerist verndari olíuauðfélaganna.
Samtökin, sem fólkið skóp til þess að bæta lífskjör sín og
koma á betra þjóðfélagi, eru orðin bákn til auðsöfnunar og yfir-
ráða fámennu forstjóravaldi, sem hikar ekki við að beita þessu
valdi gagnvart hásetum Sambandsskipanna, verkafólki Sambands-
verksmiðjanna, starfsmönnum Sambandsins, — ekki sízt ef þeir
hafa rótttækar skoðanir, t. d. í ætt við hugsjónir Roberts Owens,
hins mikla kommúnistiska „föður samvinnuhugsjónarinnar," —
og jafnvel gagnvart bændum, sem handhafar þessa bákns þó af
eðlilegum ástæðum óttast mest.
Og þetta bákn er ekki aðeins fjárhagslegt vald. Það er einnig
gífurlegt áróðursvopn með blöðum, tímaritum og bókaútgáfu.
Og áróðri þess er einnig beitt til þess að beygja alþýðuna andlega