Réttur - 01.01.1958, Page 23
R É T T U R
23
undir ægishjálm þessa valds, blekkja hana til að sætta sig við að
„fórna", þegar hún gæti sótt fram til betra lífs.
Þessvegna er Framsóknarflokkurinn og S.I.S í dag glöggt dæmi
þess sorgarleiks, er gerist oft með góðar og göfugar fjöldahreyf-
ingar, er þær staðna og spillast við völd og auð, og gerast drottn-
endur þeirra, er þær áttu að þjóna: Fólk.ið á valcli forstjóra sinna.
Fólkið, er fylgt hefur Framsóknarflokknum, þreifar nú á því,
hvernig forusta hans bregst því hlutverki, sem hver róttæk al-
þýðuhreyfing á að vinna að: endurbæta hag fjöldans og starfa að
því, að gera að veruleika hugsjón hans um betra þjóðfélag. Þessi
alþýða þarf nú að rísa upp og láta þá forustu vita að sú aftur-
haldsstefna verður ekki þoluð að ráðast í sífellu á launakjör verka-
lýðs, en halda hlífiskildi yfir mestu auðfélögum landsins.
Sú alþýða, er fylgt hefur Framsókn, má minnast hvatningarorða
Stephans G. Stephanssonar til bænda og búaliðs:
„Lýður bíð, ei Iausnarans,
leys þig sjálfur! Þínu eyrðu —
Oft voru fjötrar foringjans
fastast sem að að þér reirðu."
n. Bændastéttin og Framsóknarflokfeurinn
Framsóknarflokkurinn var í upphafi flokkur fátækra bænda.
Stefna hans í fyrstu og samstaða við verkalýðinn á fyrstu ára-
tugum mótaðist af því. Hinir ríkari bændur fylgdu þá Ihaldinu.
Hverjir eru hagsmunir bóndans sem vinnandi manns, er tengja
hann við verkalýðsstéttina?
Þeir eru tvennskonar:
Annarsvegar að vinna hans sé metin á borð við verkamenn.
Hinsvegar að tryggja öruggan markað fyrir afurðir hans.
Til þess að tryggja hið fyrrnefnda þurfa bændur að hafa sam-
stöðu, sameiginlega baráttu með verkalýðnum og verkalýðssam-
tökunum. Það var gert 1943 með sex-manna nefndarsamkomu-
laginu. — En eðlileg afleiðing af slíkri samstöðu þessara vinn-
andi stétta og sameiginlegum hagsmunum þeirra, er að þær