Réttur - 01.01.1958, Page 31
BETTOR
31
á úrslitastund, — leggja lóð Framsóknarfólksins í vogarskálina
auðvalds megin að fólkinu sjálfu fornspurðu.
Afturhaldsforustan í Framsókn hefur umgengizt verkalýðs-
flokkana sem ættu þeir að vera henni undirgefnir og eftirláts-
samir, af því þessir Framsóknarherrar líta á sjálfa sig sem volduga
menn auðfélaga og embættisvalds sem verkalýðurinn eigi að
bera virðingu fyrir og lúta og fórna hagsmunum sínum fyrir þetta
vald, þegar á liggi.
Þetta er mikill misskilningur á öllum stjórnmálum og allri
valdaafstöðu í íslenzku þjóðlífi.
Islenzk verklýðshreyfing verður ekki beygð undir ok Fram-
sóknar. En hún myndi fagna því að vinna með bændum og sam-
vinnumönnum Framsóknar að hagsmunum vinnandi stéttanna og
hugsjónum samvinnustefnunnar og verkalýðshreyfingarinnar,
hvenær sem Framsóknarfólkið gerir Framsóknarflokkinn færan
til að vinna að slíku.
En 8% kauplækkun og yfirráð auðhringanna í Reykjavík yfir
olíu landsmanna eru hvorki hagsmunir verkalýðsins né hugsjónir
samvinnustefnunnar.
Samvinna verkalýðshreyfingarinnar við Framsóknarflokkinn er
aðeins hugsanleg sem samvinna jafningja.
Afturhaldið í Framsókn hefur hinsvegar alltaf viljað hafa verka-
lýðinn klofinn. Það hefur viljað ráða Alþýðuflokknum og berjast
við Sósíalistaflokkinn eða Alþýðubandalagið, eða hvern þann
er dirfðist að standa fast á hagsmunum verkalýðsins.
Tal Framsóknarforingjanna um að þeir vildu samstarf verka-
lýðsflokkanna, einingu verkalýðsins, er hræsni.
Einmitt þegar verklýðsflokkarnir loks tóku höndum saman á
Alþýðusambandsþinginu í nóvember 1958, þá sleit Framsóknar-
flokkurinn samstarfinu við verkalýðinn. Það var sem afturhaldið
í þeim flokki mætti ekki til þess hugsa að þurfa ef til vill að
semja við samhuga verkalýð.
Af hverju? Af því þetta afturhald skilur að það er erfiðara að
fá sameinaðan verkalýð en sundraðan tii að samþykkja 8%
kauplækkun eða una yfirráðum auðhringanna í Reykjavík yfir
olíu landsmanna.