Réttur - 01.01.1958, Síða 34
34
RÍTTUR
bændabyggðir — Coca-cola, Esso og Dairy Queen taka að merkja
sér þær sveitir, sem ættu að vera helgaðar minningu um Egil og
Snorra, Gunnar og Njál, og framtíðarhlutverkum þeirrar stéttar,
sem hóf samvinnuhugsjónina til vegs, en hefur enn ekki borið
gæfu til að gefa þeirri hugsjón það vald, sem hún þarf til að verða
veruleiki í samræmi við hugsjónina.
En það er engin ástæða til þess að örvænta í þessum efnum enn.
Alþýðan í Framsóknarflokknum getur enn knúið fram stefnu-
breytingu með því að rísa upp og láta til sín taka.
Samþykkt Alþingis 28. marz 1956 um brottför ameríska hersins
af Islandi vakti fögnuð meðal íslenzkra bænda. Og þótt forystu-
mennirnir hafi til þessa svikizt um að framkvæma hana, þá er enn
hægt að knýja þá til þess að standa við þau heit, er þá voru gefin.
Afstaða Framsóknarflokksins í landhelgisdeilunni við Breta,
þar sem hann fylgdi Alþýðubandalaginu drengilega við ákvörðun
landhelginnar, sýnir að fullir möguleikar eru á að knýja fram þjóð-
lega afstöðu í þeim flokki, ef fólkið lætur foringjana vita nógu vel
hvað það ætlast til af þeim. En fólkið þarf að vera á verði, einnig
í því máli, það sýnir hikið við framkvæmdina gagnvart Bretum.
V. Vandamál dreifbýlisins, þróun auðvaldsskipu-
lagsins og heildarstjóm á þjóðarbúskapnum
Frá því auðvaldsskipulagið hófst á Islandi byrjar sú þróun
sem þjappar þorra þjóðarinnar saman á lítinn blett. Þetta er ein-
kenni allrar þróunar auðvaldsþjóðfélaga. Samfærzla byggðarinn-
ar út frá efnahagslegum hagsýnissjónarmiðum er bein afleiðing
uppkomu vélvæðingar og stórreksturs. En í auðvaldsskipulagi
verður þróun þess eðlilega blind afleiðing þeirra efnahagslögmála,
er í því þjóðfélagi drottna. Af henni hlýzt m. a. eyðing blómlegra
byggða á aðra hönd, samþjöppun fólks við erfið byggingarskilyrði
á hina.
Þannig afleiðingar hefur auðvaldsskipulagið allstaðar þar sem
það fær óhindrað að láta sín efnahagslögmál ráða og gera menn-
ina, fjárfestinguna og byggðina að leiksoppi þeirra blindu lög-
mála. — Þannig hefur farið í öllum auðvaldslöndum. I Tékkósló-
vakíu borgarastéttarinnar var öllum iðnaði kasað saman á litlu