Réttur - 01.01.1958, Qupperneq 44
44
R É T T U R
Fjárfestingin í dreifbýlinu er frá sjónarmiði afmrhaldsins í
Framsókn fyrst og fremst pólitískt tæki til valda og áhrifa fyrir
flokkinn. En eigi fjárfesting þjóðarinnar að verða til þess að skapa
blómlegar byggðir og góð lífskjör og tryggja viðgang hvors
tveggja, þá þarf hún að vera þrauthugsuð og skipulögð, árangur
af samstarfi einstaklinga, smærri félagsheilda og heildarstjórnar
þjóðarbúskaparins.
Með blindri þróun auðvaldsskipulagsins bíður dreifbýlisins að-
eins eyðing.
Framsóknarforustan hefur með hernáms- og helmingaskipta-
stefnu sinni á undanförnum áratugum verið sem blint verkfæri
þeirrar eyðingar. Meira að segja þegar Sósíalistaflokkurinn reyndi
með nýsköpun atvinnulífsins að setja meginstoðir stórútgerðar
undir dreifbýlið, þá rís Framsókn í allri sinni afturhaldssemi önd-
verð gegn þeirri nýsköpun, „gumsinu", eins og Eysteinn kallaði
nýsköpunartogarana, sem hann sá ekki til hvers skyldi nota.
Eina lífræna mótvægið, dreifbýlinu til bjargar, sem fram hefur
komið gegn landeyðingarstefnu auðvaldsskipulagsins og flokka
þess, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins, er sósíalistísk stefna
Sósíalistaflokksins, eins og hún birtist t. d. í nýsköpun atvinnu-
lífsins, en fær auðvitað ekki notið sín til fulls, meðan þjóðfélag
vort er enn á borgaralegum grundvelli, — meðan auðvaldsskipu-
lagið með allt sitt stjórnleysi, gróðasjónarmið og brask er enn
grundvöllurinn, sem byggja verður á.
Þegar alþýða Islands sameinast og tekur sjálf að byggja upp
sitt þjóðfélag á grundvelli samvinnu og sameignar, þjóðfélag sós-
íalismans, þá mun eigi aðeins rísa upp í núverandi þéttbýli þau
stóriðjuver, sem orka Þjórsár og hitasvæði Hengils kalla á. Þá
mun og það dreifbýli, sem háð hefur hjaðningavígin við eyðing-
arstefnu auðvaldsins, finna að sósíalisminn er sá töfrasproti, sem
leysir ónotaðar auðlindir þess úr læðingi. Vestfirðir, með gullkistu
Halans framundan, munu ekki þurfa að óttast eyðingu eins og
undir helmingastjórn hernámsflokkanna 1952, heldur munu rísa
þar hvert fiskiðjuver á fætur öðru, svo sú mikla atvinna, sem
þar er nú, verði aðeins lítið fyrirheit þess, er koma skal. Húna-
vatnssýslurnar með ónotaða orku Blöndu, Þingeyjarsýslurnar með