Réttur - 01.01.1958, Síða 50
50
BÍ TTUB
sakir alls, sem hlau2t af meinum.
Því hefur hlotnazt herra-staða
heimskra sagna mörgu fóli —
einn gat ráðið skipa-skaða
skeikull Páll frá Staðarhóli."
(St. G. St.: ,,Martius“).
En fólkið mun halda för sinni áfram samt.
★
Vinstri stjórnin er farin frá. Hún féll, ekki á Alþingi með van-
trausti meiri hluta. Hún var rofin af Framsóknarflokknum.
Allir fjandmenn vinstri stefnunnar eru kampakátir yfir þessu
óhappaverki Framsóknarforustunnar. Braskarar Reykjavíkurauð-
valdsins, sem áður færðust allir í aukana, er þeir fundu hálfvelgju
Framsóknar í vinstri stjórninni í olíu- og bankamálunum o. fl.,
halda nú að sigurinn sé á næstu grösum og aðeins eftir að semja
um helmingaskiptin og hernámsgróðann við Sambandið að nýju.
Hið sameinaða verzlunarauðvald Coca-cola-stefnunnar heldur að
„Frón verði nú friðhelgað því að nýju, svo þeir geti flogið á það
sem hræ." Þeir halda að öll vinstri stefna sé dauð, fyrst afturhald-
inu í Framsókn tókst að eyðileggja þessa vinstri stjórn.
En hugmyndin um stjórn, studda af vinnandi stéttunum, lifir.
Verkamenn, bændur, menntamenn og allir frjálshuga, framfara-
sinnaðir Islendingar munu halda áfram baráttu sinni, dýrkeyptri
reynslu ríkari, en ákveðnir í því að gefast ekki upp. En þeir
þurfa að læra af reynslunni, læra vel. Þess vegna er gagnrýni sú,
sem hér hefur verið sett fram á valdhöfum Framsóknar, skil-
greining þessi á þjóðfélagslegum orsökum framferðis þeirra, svo
nauðsynleg íslenzkri alþýðu. Framsóknarflokkurinn er skipaður
alþýðufólki og á sína erfð samvinnuhugsjónar og þjóðfrelsis, og
gæti því verið vinstri flokkur og rekið vinstri pólitík, ef voldugir
foringjar hans sveigðu hann ekki í áttina til auðvalds og afturhalds
og til undanláts eða þjónustu við ameríska yfirdrottnunarstefnu.
Því þarf hann harða gagnrýni. Ihaldið verður hinsvegar ekki