Réttur - 01.01.1958, Page 51
R É T T U R
51
sakað. þótt það geri hið sama. Það er flokkur auðvaldsins og
því er ekki við öðru af því að búast.
Eg reyndi í grein minni „Hvert stefnir" að setja fram hugmyndir
mínar um hvernig brautin skyldi rudd fram á við til farsæls fyrir-
myndarþjóðfélags alþýðunnar á Islandi. Ég vonaðist eftir að vinstri
stjórnin gæti orðið áfangi á þeirri braut og að síðan mætti „brjót-
ast það bein," alþýðan gæti jafnt og þétt haldið sókn sinni áfram,
án þess að afturhald og auðvald læsm á ný helgreipum sínum um
Island. — Sú von hefur brugðizt. Stjórnarrof Framsóknar og
fjandskapur hennar nú við verklýðshreyfinguna bregður á ný
bliku afturhaldsstjórnar á loft yfir Islandi.
En það er of snemmt fyrir auðvaldið á Islandi að hrósa sigri,
þótt erindrekar þess og helmingaskipta-menn í Framsókn hafi
dugað því vel.
Islenzk alþýða hefur áður horfzt í augu við afturhaldsblikur
og kveðið þær niður. Vinnandi stéttir landsins munu þjappa sér
betur saman um djarfa stórhuga vinstri stefnu, eins og Sósíalista-
flokkurinn hefur markað hana og Alþýðubandalagið barizt fyrir
að framkvæma hana. Alþýða landsins mun svara hlakkandi auð-
valdi og afturhaldi með orðum Þorsteins Erlingssonar í „Braut-
inni":
„þá skaltu ekki að eilífu efast um það,
að aftur mun þar verða haldið af stað,
uns brautin er brotin til enda."
Baráttunni fyrir stjórn, studdri alþýðunni á íslandi, þjóðlegri,
framsækinni ríkisstjórn, verður haldið áfram og hún mun sigra
fyrr en varir. Hve fljótt það verður er ekki hvað sízt undir því
komið, hversu vel og skjótt fólkið í Framsóknarflokknum áttar
sig á orsökum þess, sem gerst hefur.