Réttur - 01.01.1958, Page 56
56
R í T T U B
Hagstofan segir um andstaeðurnar hér: „Við fiskveiðar, iðnað
og byggingar og vegagerð eru verkamenn alveg yfirgnæfandi:
86%, 83%, 88% af tölum þeirra, er þar starfa."
Ef atvinnurekendastéttin er talin 2970, þá samsvarar það með
framfærðum ca. 9330.
Þá yrði tala og hlutfall stéttanna svipað því, er hér segir (at-
vinnufólk og framfærðir):
Atvinnurekendur . 9330 % 6.4
Aðrir atvinnurekendur, (bændur og einyrkjar) . 24565 18.5
Starfsfólk . 25558 17.8
Verkafólk . 72057 50.0
Utan atvinnustétta . 10463 7.3
Með þessari skiptingu yrði þá hin eiginlega atvinnurekendastétt,
— (með framfærðum) — og þó reiknuð allríflega með því að taka
forstjórana með í svo ríkum mæli, — 6,4% þjóðarinnar, — án
forstjóranna væri hún 4,7%.
Verklýðsstéttin (með framfærðum) er með þessum útreikningi
réttur helmingur þjóðarinnar 50%, en starfsmannastéttin er
17,8%. Samtals eru þessar launþegastéttir 67,8% eða rúmlega %
þjóðarinnar. Einyrkjar munu vera tæp 8%, bændur (atvinnu-
rekendur í landbúnaði) um 6%, og eru þá aðrir (forstjórar etc.)
4,5%.
Höfuðandstæðurnar í íslenzku þjóðfélagi voru þá 2154 atvinnu-
rekendur (og ef til vill 816 forstjórar), sem eiga atvinnutæki þau,
sem ekki eru í opinberri eign eða landbúnaði, og hinsvegar 37.233
starfandi verkamenn og verkakonur og 9.519 starfsfólk eða alls
46.752 starfandi launþegar.
Sé ekki reiknað með fjölskyldum, heldur aðeins þeim, sem
atvinnustörfin stunda, verður hlutfallið öðruvísi sökum hlutfalls-
lega stærri fjölskyldna atvinnurekenda en launþega.
Skal hér haldið við útreikning Hagstofunnar, en ekki þá sam-
blöndu, er búin var til áðan með því að taka hluta forstjóranna
með:
Vinnuveitendur: í landbúnaði: ......... 4056 6.4
AÖrir atvr.: ........ 2154 3.4
Alls 6210
9.8