Réttur - 01.01.1958, Side 59
EÉTTDE
59
ræðum fyrir þá aðila, sem reiknað hafa með góðri afkomu
almennings: húsgagnasmiðir og aðrir slíkir handverks-
menn sjá framundan minnkaða sölumöguleika, vefnaðar-
vörusalar og -framleiðendur kvarta undan minnkandi eft-
irspurn o. s. frv. Það er verið með þessum ráðstöfunum að
hefja kreppu á íslandi.
En þetta er aðeins upphafið að árásunum á lífskjörin,
„aðeins fyrsta skrefið“ á þeirri braut, sem Sjálfstæðis-
flokkurinn ætlar að ganga í efnahagsmálum.
Hver eru þá næstu skrefin?
Sjálfstæðisflokkurinn fer ekkert dult með hver þau séu.
1 þessari yfirlýsingu flokksins segir svo:
„2. Stefnt verði að því að afnema uppbótakerfið, svo
fljótt sem unnt er, með því að skrá eitt gengi á
erlendum gjaldeyri og gera útflutningsatvinnuveg-
unum kieift að standa á eigin fótum án styrkja.“
Þetta er sem sé annað skrefið, sem Sjálfstæðisflokkur-
inn ætlar að stíga, næst á eftir hinni lögskipuðu 9% launa-
lækkun, er gerð var 1. febr. 1959: Gengislæklcun.
Hver verða áhrif hennar á afkomu verkalýðs og annarra
launþega?
Framsókn og Alþýðuflokkurinn höfðu gert þá kröfu í
vinstri stjórninni að gengið yrði lækkað þannig að hægt
væri að afnema styrki og uppbætur. Þá var ljóst að hækka
yrði erlent gengi um 114%, en þó að líkindum meira, ef
tryggja átti sjómenn á flotann. Af því hefði leitt vísitölu-
hækkun samkvæmt gömlu vísitölunni er næmi 38 stig.
Og að áliti þeirra, er trúðu á slíkar aðferðir var það óhjá-
kvæmilegt að hindra allar kauphækkanir, jafnt þær, er yrðu
vegna vísitöluhækkunar sem grunnkaupshækkanir. Það
yrði að halda kaupinu hinu sama í krónutölu, þótt allar
vörur stórhækkuðu í verði. Þetta hefði jafngilt að minnsta
kosti 17% kauplækkun.
Sjálfstæðisflokkurinn myndi nú ganga enn lengra í þess-
um kauplækkunum. Einmitt kauplækkunin, er lögboðin
var 1. febrúar, var prófsteinn afturhaldsins í flokknum á