Réttur - 01.01.1958, Page 61
BÉITDS
61
„Jafnframt verði lagður grundvöllur að frelsi í
atvinnurekstri og viðskiptum, svo að hægt sé að af-
nema þau höft, sem nú eru á viðsMptum og fram-
kvæmdum.“
Það er greinilegt hvert þessi stefna leiðir, enda má
minna sjá en afleiðingar hennar í löndunum í kringum
okkur, auðvaldslöndum Evrópu og Ameríku. Þessi stefna
„frjálsra viðskipta," — það er: stjórnlausra viðskipta, •—
leiðir tafarlaust til atvinnuleysis.
Núverandi lífsafkoma á íslandi byggist á því að það
er næg atvinna fyrir alla. Undirstaða þess að hér er næg
atvinna fyrir alla er sú, að vér Islendingar getum selt
alla útflutningsframleiðslu vora og gætum selt meira, ef
við gætum framleitt meira. Og orsökin til þess að vér
getum selt allar sjávarafurðir vorar er sú, að vér hagnýt-
um til fullnustu hinn svokallaða „frjálsa" markað, — það
er markaðinn í auðvaldslöndum og nýlendum, — en rek-
um skipulögð viðskipti við hinn sósíalistiska heim með
allt hitt, seljum meir en þriðjunginn af öllum útflutningi
okkar til landa sósíalismans með samningum milli ríkis-
stjórna. Um leið og öll „höft,“ öll afskipti ríkisins af við-
skiptunum, falla niður, fellur þessi verzlun niður. Mark-
aðirnir í sósíalistisku löndunum eru eyðilagðir. Nú er t. d.
yfirgnæfandi meirihlutinn af allri freðfiskframleiðslunni
— sem er aðalútflutningsvara Islands, — seldur til landa
sósíalismans :42 þúsund smálestir af 65 þúsundum, •—
að verðmæti 240 milljónir króna af 380 milljónum króna,
sem er heildarverðmæti freðfiskútflutningsins 1958. Meiri-
hlutinn af freðfiskmarkaði Islands eyðilegðist við slíka
viðskiptastefnu, framleiðsla hraðfrystihúsanna minnkaði
um meir en helming, bátar og togarar stöðvuðust meira
eða minna. Með öðrum orðum: Kreppa og atvinnuleysi
héldi innreið sína á Islandi eins og 1 löndunum í kring,
þar sem atvinnuleysið er orðið mjög tilfinnanlegt.
Og um leið og atvinnuleysið hefst fyrir alvöru á Islandi,
hverfur eðlilega öll eftirvinna. Allur sá fjöldi fólks, sem