Réttur - 01.01.1958, Side 62
62
R É T T U R
nú leggur á sig svo mikla vinnu við að eignast þak yfir
höfuðið, á á hættu að missa þessar íbúðir, þegar öll yfir-
vinna hverfur og jafnvel dagvinnan verður stopul. Og sam-
tímis stórminnkar svo eftirspumin eftir þeim vörum, sem
menn geta frekast verið án: fleiri eða betri húsgögnum,
ýmiskonar vefnaðarvöru o. f 1. o. f 1. — með öðrum orðum:
kaupgetuleysið segir til sín á öllum sviðum viðskipta með
þeim afleiðingum fyrir millistéttirnar, smáframleiðend-
uma, sem slíkt alltaf hefur. — Fátækt fyrir verkalýðinn
þýðir alltaf yfirvofandi efnahagslegt gjaldþrot fyrir milli-
stéttirnar.
Þetta eru sporin, sem Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt
stefnuyfirlýsingu sinni mun stíga, ef hann fær uppörvun
frá kjósendum til þess, — þrjú spor aftur á bak til kaup-
lækkunar, atvinnuleysis og fátæktar fyrir verkalýð Is-
lands og alla aðra launþega.
Það þarf ekki að ræða hvaða ógæfu þetta myndi leiða
yfir alþýðuheimili landsins, yfir alla þá dugandi, sístarf-
andi menn og konur, sem hafa í krafti samtaka sinna og
einstaklingsdugnaðar síns verið að feta hina erfiðu braut
frá fátækt og öryggisleysi til bjargálna og afkomuöryggis
á síðustu tveim áratugum, fyrst og fremst undir leiðsögn
Sósíalistaflokksins og verkalýðshreyfingarinnar. Sjálf-
stæðisflokkurinn hugsar ekki um þetta fólk, nema hann
sé í stjórnarandstöðu eða þurfi að sýnast fyrir kosningar,
af því hann lítur á sig sem flokk atvinnurekenda.
En er þessi stefna í þágu íslenzkra atvinnurekenda ?
Jú. Slík stefna kann að vera í þágu tveggja tegunda af
atvinnurekendum: Annarsvegar þeirra, er vilja una því
að reita nokkum gróða út úr verkalýð, sem vinnur fyrir
sultarlaun með atvinnuleysissvipuna yfir höfði sér, eins
og við þekktum fyrir stríð. Hinsvegar þeirra, er vilja
fyrst og fremst græða á því að selja Islendingum erlenda
vöru hinna voldugu auðhringa eða á hermangi. •—
En þessar tegundir íslenzkra atvinnurekenda eru til
allrar hamingju ekki alltof f jölmennar.