Réttur - 01.01.1958, Qupperneq 63
R E T T U R
63
Þeir íslenzkir atvinnurekendur, sem ætla sér að vinna
að eflingu íslenzkrar útgerðar, íslenzks iðnaðar og stór-
iðju, — vilja vinna með þjóð sinni að því að skapa fram-
farir í íslenzku atvinnulífi, batnandi lífskjör og vaxandi
innanlands markað, — slíkir atvinnurekendur hafa ekki
hag af þeirri stefnu Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum,
sem yfirlýsingin markar.
Fyrir þessa íslenzku atvinnurekendur, — útgerðarmenn
og iðnrekendur, sem fyrst og fremst hafa hag af örugg-
um og vaxandi mörkuðum utanlands og innan, er slíkt
skipulag á viðskiptunum, sem tryggir þeim örugga sölu
á öllu því, er þeir geta látið framleiða, auðvitað hið heppi-
legasta. Miðað við heimsmarkaðina, sem við verðum að
berjast á, eru íslenzkir atvinnurekendur smáir, — og sú
hætta vofir í sífellu yfir í heimi kreppna og viðskipta-
sveiflna að jafnt einstakir atvinnurekendur sem íslenzku
útflutningsatvinnuvegirnir sjálfir séu troðnir undir í geig-
vænlegri valdabaráttu auðjötnanna, einokimarhringanna
miklu. Það að geta tryggt sig gegn kreppu og offramleiðslu
er því óumræðilegur kostur fyrir íslenzkt atvinnulíf, eins
og allir skilja sem muna ástandið á árum heimskrepp-
unnar.
Þegar íslenzk verklýðshreyfing undir forustu Sósíal-
istaflokksins hefur vísað þjóðinni þá leið að tryggja af-
komu sína með hinum miklu viðskiptasamningum við
kreppulaus lönd sósíalismans, þá hefur íslenzkur verka-
lýður ekki aðeins séð sínum eigin hag og hag þjóðarheild-
arinnar borgið. Þessi viðskiptastefna verkalýðsins er líka
öllum þeim atvinnurekendum, smáum og stórum, fyrir
beztu, er vilja efla hinar þjóðlegu undirstöður atvinnu-
lífs vors, — útgerð, landbúnað og iðnað. Við þessa at-
vinnurekendur hefur íslenzk verkalýðshreyfing viljað hafa
gott samstarf um eflingu íslenzks atvinnulífs, — þrátt
fyrir stétta- og hagsmunamótsetningamar, — og það hef-
ur reynzt þessum atvinnurekendum vel, þegar farið hefur
verið að ráði verklýðshreyfingarinnar, svo sem á nýsköp-