Réttur - 01.01.1958, Síða 65
B É T T U B
65
Til þess liggur fyrst og fremst ein eðlileg orsök:
Atvinnurekendur eru þreyttir á ríkisafskiptum eins og
þeim hefur löngum verið beitt á Islandi undanfarna ára-
tugi: Það er verzlunarauðvaldið: stærstu heildsalarnir og
S.I.S., sem lengst af hafa haft helmingaskipti um hagnað
af höftunum og um beitingu þeirra. Þessu hefur fylgt
margskonar misbeiting og spilling, oft samfara þröngsýni
og skammsýni og skilningsleysi á þjóðarhag. Dugandi,
framsýnum atvinnurekendum hefur því fyrst og fremst
fundizt höftin vera fjötrar, er valda kyrrstöðu. •— Hins-
vegar fundu atvinnurekendur það á nýsköpunartímanum
að hægt er að beita ríkisafskiptum á jákvæðan, skapandi
hátt, — til að efla atvinnuvegina, en tryggja um leið full-
an rekstur og fulla atvinnu. Því er ótti atvinnurekenda
ástæðulaus, ef það er verklýðshreyfingin, sem er að verki
með framsæknum öflum úr öðrum stéttum. Og beinlínis
hættulegt, ef þeir láta slæma reynslu af yfirráðum verzl-
unarauðvaldsins í landinu flæma sig inn á pólitík, sem er
hættuleg atvinnulífi landsins.
Það, sem blekkir margan atvinnurekandann og fleiri,
til þess að vilja fara inn á stjómleysisleiðina í viðskiptum,
er hinsvegar áróður ýmissa hagfræðinga og áhrifin frá
Ameríku og Englandi.
Ýmsir borgaralegir hagfræðingar íslenzkir hafa á síðasta
áratug boðað þessa stjórnleysis-stefnu hér, ,,frjáls“ við-
skipti. Þeir hafa lært þennan boðskap í háskólum Banda-
ríkjanna, gleypt hann hráan og taka nú að gera oss Is-
lendinga og þjóðarbúskap vorn að einskonar tilraunadýr-
um fyrir þessa ,,Manchester-stefnu“ 19. aldarinnar aftur-
gegna. Þessi stefna er kennd í háskólum þeim, sem ame-
rískir auðdrottnar kosta. Hún á að öllu leyti vel við hags-
muni amerískra auðhringa. Þeir eru orðnir sterkir. Þeir
vúja gjarnan að aðrir séu ósamtaka, sundraðir og smáir.
Þeir vilja gjarnan að öll önnur lönd séu opin og geti verið
hvort heldur hráefnalindir eða markaðir fyrir þá, svo þeir
geti drottnað yfir efnahagslífi þeirra. — Öll kenningin