Réttur - 01.01.1958, Page 67
II E T T U E
67
gerir þá grein fyrir stefnu flokksins í ræðu sinni á lands-
fundinum sem birt er í Morgunblaðinu 20. marz 1959, að
eðlilegast sé að Seðlabankinn skrái gengið og slíkt sé ekki
gert að „pólitísku deiluefni á Alþingi." Rök þessara manna
fyrir því að svipta eigi æðstu stofnun þjóðarinnar þessu
valdi og fá það í hendur misvitrum embættismönnum, eru
á yfirborðinu þau að gengið skuli vera í „samræmi við
raunverulegar staðreyndir." Vilja þeir þá láta menn halda
að átt sé við framboð og eftirspurn, sem að vísu væri vit-
laust, en liti þó út fyrir að vera rökrétt út frá þeirra
röngu forsendum.
En ekki einu sinni þetta er meiningin hjá þessu braskara-
valdi Sjálfstæðisflokksins. Það er allt annað, sem fyrir
þeim vakir: Og það er að láta hækka og lækka gengið eftir
því hvemig kaupgjald verkamanna og annarra launþega
breytist, til þess að eyðileggja þannig öll áhrif kauphækk-
ana jafnóðum með kerfisbundinni verðbólgu. Þannig á að
gera Seðlabankann að svipu á alþýðu manna til þess að
kæfa í fæðingunni alla viðleitni hennar til kjarabóta.
Skulu nú færð rök að því, að einmitt slík gengisskráning
er ósk og stefna Sjálfstæðisflokksins, fyrirskipuð af ame-
rískum bönkum og hagfræðingum.
Þegar Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram gengislækkunar-
frumvarp sitt í febrúar 1950 var ákveðið í 2. gr. þess frum-
varps að ríkisstjórnin skyldi þaðan í frá ákveða gengið, að
fengnum tillögum Landsbankans. Síðan stóð orðrétt:
„Landsbanka Islands er skylt að taka sérstaklega til
athugunar gengisskráningu íslenzkrar krónu, þegar al-
menn breyting verður á kaupgjaldi, önnur en sú sem kveð-
ið er á um 1 þessum lögum.“
Þetta frumvarp var beinlínis samið af amerískum sér-
fræðingum „5000 bíla“-ríkisstjórnarinnar og þetta að láta
Landsbankann (nú Seðlabankann) skrá gengið var ein-
mitt vilji Ameríkana sem með Marshallsamningnum skuld-
bundu íslenzku ríkisstjórnina til að skrá „rétt gengi“, —
og meintu með því að eins eitt: að halda niðri kaupi verka-