Réttur - 01.01.1958, Side 68
68
B É T T U R
manna. Það að helmingaskiptaflokkarnir, Sjálfstæðisflokk-
urinn og Framsókn, skyldu svo ekki þora að knýja þetta
mál í gegnum þingið, er önnur saga. Þeir höfðu hitann í
haldinu, vissu að verklýðssamtökin myndu ekki sætta sig
við svona aðferðir þá. Þessvegna var gefizt upp við þessa
tilraun í bili. En nú á auðsjáanlega að fara af stað aftur,
— að afloknum haustkosningum. Það er ekki aðeins Birgir
Kjaran, sem gefur fyrirheit um það. Einn opinskáasti full-
trúi braskaravaldsins og auðvaldsins á Alþingi fer heldur
ekki dult með tilganginn. Björn Ólafsson krafðist í þing-
ræðu um kauplækkunarfrumvarp Alþýðuflokksins í janúar
s.l. gengislækkunar án kauphækkana eins og fyrr er sagt
og sýndi hvemig hann hugsaði sér gengisskráninguna
framkvæmda, er hann sagði í umræðunni um áætlunarráðið
10. febr. 1959, eftir að hafa skammast út í kauphækkanir
verkamanna 1952 (sem voru litlar) og kenndi þeim kaup-
hækkunum um að styrkur hefði verið tekinn upp til bátaút-
gerðar (sem var rangt hjá honum). Síðan sagði hann:
,,Ef rétt hefði verið að farið, þá hefði átt að leiðrétta
gengið um leið, en taka ekki upp styrkinn". M. ö. orðum:
Svara hverri kauphækkun með gengislækkun!
Sjaldan afhjúpar braskaravaldið sig eins eftirminnilega
og í þessum boðskap sínum um „frjálsa gengisskráningu
Seðlabankans". Á yfirborðinu á að líta út sem skrá skyldi
gengið eftir því hvernig gjaldeyrisframleiðsla og -neyzla
landsmanna yrði! En raunin á að verða sú: að haga geng-
isskráningu einvörðungu með það fyrir augum að stela af
verkamönnum og öðrum starfsmönnum þjóðfélagsins öll-
um launahækkunum: Með öðrum orðum: gera Seðlabank-
ann að opinberu og ófyrirleitnu kaupkúgunarfyrirtæki
ósvífnustu braskaranna og haga allri verðlagspólitík Is-
lands út frá því eina sjónarmiði að kúga kaup af almenn-
ingi!! Og þetta eru svo mennirnir, sem tala um að frelsi
eigi að ráða í viðskiptum manna, líka þá líklega í viðskipt-
um við vinnuaflið!
2. Það á að selja bröskurunum fyrirtæki ríkisins. Það er