Réttur - 01.01.1958, Page 73
R É T T U R
73
en að baki þeirra auðhringa, er þar með teygja klærnar
til íslands, stæðu stórveldi þessara auðhringa sjálf, reiðu-
búin til afskipta, ef íslenzk þjóð ætlaði síðar að granda
hagsmunum þeirra: þ. e. eignum og arðránsaðstöðu þess-
ara auðhringa með þjóðnýtingarlöggjöf.
Hættulegt er hernám á friðartímum en tvöfalt hættu-
legra er erlent auðmagn virkt á íslandi, því í fyrsta lagi
sviptir það þjóð vora valdinu yfir eigin atvinnulífi og í
öðru lagi dragi það skjótlega erlendan her á eftir sér, ef
hann kynni að hafa horfið af öðrum ástæðum.
Ráðstafanir þjóðar vorrar til ríkisreksturs hafa fyrst og
fremst verið gerðar vegna þess hve þjóðin er smá. Stór-
rekstur, — sem öll nútímatækni heimtar, •— verður hér
að vera ríkisrekstur, — því frelsiselskandi þjóð þolir ekki
slíkan einokunarrekstur í höndum eins einstaklings. Ríkis-
rekstur vor er hyggileg ráðstöfun lítillar þjóðar með sára
reynslu nýlendukúgunar að baki. Hann er í rauninni þjóð-
legs en ekki sósíalistisks eðlis. I því liggur líka veikleiki
ríkisreksturs vors. Borgarastéttin, aðalvaldastétt þjóðfé-
lagsins, skeytir ekki um hann, er jafnvel vel við að hann
fari illa. Verkalýðsstéttin, þótt voldug sé, skoðar hann ekki
sem sinn, því hún hefur ekki völdin og hér er ekki sósíal-
ismi. Embættismennimir, sem stjóma honum, eru misjafn-
ir. — Braskarana, þennan óþjóðlega upplausnarlýð innan
borgarastéttarinnar, langar nú til þess að gleypa ríkisfyr-
irtækin, — og þá verða þeir rétt strax á eftir, ef þeim
tekst það, að horfast í augu við þorra íslenzku þjóðarinnar
sem launþega, andstæða braskaravaldinu. Og þá þarfnast
það braskaravald bandamanns síns, útlenda auðvaldsins, til
þess að halda íslenzku nýlendunni undir arðránsklónni með
erlendum her, ef með þarf.
Þetta er allur draumur braskaravaldsins:
Selja sjálfu sér arðbærar eignir þjóðarinnar, selja sjálfu
sér sjálfdæmi um gengi íslenzku krónunnar, og selja svo
útlendu auðvaldi aðganginn að svínbimdnu Islandi til
„hagnaðar".