Réttur - 01.01.1958, Page 74
74
R É T T U R
Ef til vill líta brasltarar Islands svo á, er þeir braska
með ísland og vinnu alþýðunnar, að íslenzk alþýða hafi
gert hér einskonar „byltingu“ 1942, (skæruhemaðinn),
er hún skóp sér sæmileg lífskjör, og hafi tekizt aftur með
,,áhlaupinu“ 1955 (sex vikna verkfallinu) að vinna upp
mikið af því, sem í millitíðinni tapaðist. Þá er þetta „gagn-
bylting" einkaauðvaldsins, sem nú er fyrirhuguð: — Þrjú
skref erlends og innlends braskaravalds til alræðis yfir
atvinnulífi íslands: 1) gengislækkun, 2) rán í ríkiseignum
og 3) innrás erlends auðvalds á íslenzkt atvinnulíf.
Og ekki myndi braskara Sjálfstæðisflokksins skorta lið-
sinni braskaranna í Framsókn til þess að framkvæma þessa
stefnuskrá, — þrátt fyrir ríkismannaríginn þeirra í milli,
— ef þessir flokkar aðeins þyrðu fyrir þjóðinni a.ð leggja út
í þá tvísýnu.
Þjóðin sker úr slíku í kosningunum í sumar. Aðeins
stórsigur Sósíalistaflokksins og Alþýðubandalagsins getur
forðað þjóðinni frá þessum hættum, eins og nú er komið.
• Þrjú spor aftur á bak — eða eitt spor áfram?
Nútíminn er þróunarskeið hinna miklu samtakabákna.
Ef ísland ætlar að standast í hinum geigvænlegu átökum
samtakabáknanna á heimsmarkaðinum, þarf íslenzkur
þjóðarbúskapur út á við að koma fram sem mest sem ein
skipulagsheild. — íslenzkt lýðræði þolir ekki að það verði
einn auðhringur, jafnvel þótt íslenzkur væri, sem drottnaði
þannig yfir þjóðarbúskap vorum. Reynslan sýnir að eigi
atvinnulífi íslands: 1) gengislækkun, 2) rán á ríkiseignum
skipti, fjötra embættisvalds, sem fyrst og fremst er beitt
í þágu verzlunarauðvalds, þá rís að lokum þorri atvinnu-
rekendastéttar gegn slíku. Það, sem þarf að skapa, meðan
núverandi borgaralegir framleiðsluhættir enn haldast á
Islandi, er skapandi samstarf verkalýðs, bænda og atvinnu-
rekenda hins íslenzka framleiðslulífs, — sameiginlegt átak
þessara stétta um að lyfta framleiðslu þjóðarinnar á hærra
stig, tryggja afkomu hennar með öruggum markaðssam-