Réttur - 01.01.1958, Page 75
R É T T U R
75
böndum: Með öðrum orðum: að utanríkisviðskipti íslands
séu skipulögð með jákvæðu, víðsýnu samstarfi þessara
aðila, þannig að út á við komi þeir fram sem einn aðili,
en að baki standi sameinuð öll framsækin öfl á íslandi.
Þetta er eina leiðin fyrir Island, ef land vort á að njóta í
senn þess kraftar, er sterk samtök veita, — en halda þó
um leið efnahagslegu sjálfstæði sínu út á við, (þannig
að það verði ekki útlendir auðhringar, er gleypa það), og
frelsi sínu inn á við, þannig að íslenzkur auðhringur einoki
ekki útflutningsverzlun landsmanna.
Ríkisafskiptin af verzluninni, er hófust í kreppunni
miklu, voru þá fálmandi nauðvörn ungs, veiks og óþroskaðs
borgaralegs þjóðfélags á íslandi gagnvart kreppum og
atvinnuleysi, er voldug, gömul og rík auðvaldsþjóðfélög
reyndu að velta af sér yfir á þau smáu. Þrátt fyrir spill-
ingu, misbeitingu og hverskonar galla þessara ríkisaf-
skipta, — er mótazt hafa lengst af af hagsmunum verzlun-
arauðvaldsins, — ber ekki að varpa þeim fyrir borð og
henda sér út í hyldýpi stjórnleysisins, sem endar í alræði
braskaranna, — heldur gerbreyta þessum höftum, svipað
og haftafarganinu 1944 var umbylt með nýsköpunarstefn-
unni.
Island stendur á vegamótum nú sem oftar. Það er um
tvennt að velja:
Annarsvegar að láta undan ameríska auðvaldsþrýstingn-
um, fara að stjórnleysis-kenningum amerískt hugsandi
hagfræðinga og íslenzkra braskara, er dreymir um alræði
yfir efnahagslífi Islands, — og stíga þau þrjú skref aftur á
bak til atvinnuleysis og fátæktar, eins og yfirlýsing Sjálf-
stæðisfl. leggur til, — eða móta sjálfstæða, íslenzka efna-
hagsstefnu og stíga eitt skref áfram í þá átt að öll framsæk-
in öfl atvinnulífsins taki sameiginlega heildarstjóm á þjóð-
arbúskapnum, með áætlunarráði og skipulagðri utanríkis-
verzlun, eins og Sósíalistaflokkurinn og verklýðshreyfing-
in, — og nú á síðasta kjörtímabili Alþýðubandalagið, —
hafa lagt til og barizt fyrir.