Réttur - 01.01.1958, Síða 82
82
R É T T U B
þjóðarbúskap samkvæmt fyrir fram gerðum áætlunum. Og til
þess að það skiljist til fulls, hvað við er átt með þeirri skipulags-
breytingu, er rétt að líta nokkuð aftur í tímann til þess að sjá,
hvernig efnahagsmálin hafa þróazt til þess ástands, sem þau nú
eru í, einkum því er varðar afstöðu ríkisins til atvinnulífsins, —
og þá fyrst og fremst afskiptin af sjávarútvegi og gjaldeyris-
verzlun.
Afskipti af gjaldeyris- og atvinnumálunum byrja fyrir alvöru,
eftir að öldur heimskreppunnar bárust til íslands eftir 1930.
Kreppan mikla leiddi í ljós, hve ófært auðvaldsskipulagið var að
sjá fólkinu fyrir öruggri atvinnu og sæmilegri afkomu. Verka-
menn gengu hundruðum saman atvinnulausir, bændur og útvegs-
menn fengu ekki selt afurðir sínar og söfnuðu stórskuldum,
heilum atvinnustéttum lá við gjaldþroti, markaðirnir hrundu,
vöruverð útflutningsvaranna féll, útflutningurinn minnkaði stór-
um og gjaldeyrisvandræðin margfölduðust. Yfirvöldin gripu til
hafta, því að gjaldeyrisframleiðslan varð miklu minni en eftir-
spurnin, og samtímis var gripið til þess ráðs að lögskipa útflytj-
endum að skila ríkinu gjaldeyrinum. Samtímis gripu bankar og
ríkisstjórn til þess ráðs að veita stærstu útflutningsfyrirtækjun-
um eins konar ríkisverndaða einokun á saltfiskútflutningnum til
þess að verja þau gjaldþroti.
Þessi „þjóðnýting" gjaldeyrisins hefur staðið síðan. Það var
gripið til hennar og gjaldeyrishaftanna sem neyðarráðstafana af
borgaralegum yfirvöldum, þegar kreppan leiddi allt gjaldþrot
auðvaldsskipulagsins í ljós og hin svokallaða „frjálsa samkeppni“
hafði beðið sitt endanlega skipbrot. Höftin voru neikvæð ríkis-
afskipti, neyðarúrræði til að bjarga að einhverju leyti úr öng-
þveiti og hruni samkeppniskerfis auðvaldsskipulagsins. Hins veg-
ar hafði verzlunarauðmagnið í landinu hagsmuni af að viðhalda
þessum höftum, því að 1 framkvæmdinni þýddu þau að „þjóð-
nýta“ gjaldeyrinn, er tekinn var af sjávarútveginum, fyrst og
fremst í þágu verzlunarauðvaldsins.
Þegar þessi haftastefna var kerfisbundin frá 1934, reyndi Al-
þýðuflokkurinn sem þá var stjórnarflokkur, að hafa áhrif í þá átt
að stíga sporið til heildarstjórnar á þjóðarbúskapnum. í „4 ára
ára áætlun" hans 1934—39, stefnuskrá hans í kosningunum 1934,
var höfuðtillaga hans og stefna þessi:
„Að hrundið verði þegar í stað í framkvæmd með löggjöf og
framtaki hins opinbera auknum atvinnurekstri og framleiðslu
eftir nákvæmri áætlun, er gerð sé til ákveðins tíma (4 ára) og
hafi það markmið að útrýma með öllu atvinnuleysinu og afleið-
ingum kreppunnar og færa nýtt fjör í alla atvinnuvegi þjóðar-