Réttur - 01.01.1958, Síða 84
84
R É T T V R
bandi. Nýbyggingarráð hlutast til um, að slik tæki verði keypt
utanlands eða gerð innanlands svo íljótt sem auðið er, og hefur
milligöngu fyrir þá aðila, sem þau vilja kaupa og þess óska.“
Með þessu framtaki hins opinbera var þeim ríkisafskiptum af
atvinnulífinu, sem áður voru neikvæð, beitt á jákvæðan, skapandi
hátt. Það var stigið skref til þess að reyna að tryggja öllum ís-
lendingum vinnu við sem arðbærastan rekstur, þjóðfélagið sjálft
gert ábyrgt fyrir útvegun framleiðslutækja og fyrsta spor stigið
til þess að koma heildarstjórn á íslenzkan þjóðarbúskap. Og þótt
þessi tilraun stæði aðeins tæp þrjú ár, tókst á þeim tíma að kaupa
mestallan togaraflotann, bátana og milhlandaskipin, sem enn eru
aðalundirstaða íslenzks atvinnulífs. — Jafnvel eftir að nýbygg-
ingarráð var afnumið, voru sett inn í lögin um fjárhagsráð ákvæði
um, að stefnt skyldi að áætlunarbúskap á íslandi en þau ákvæði
urðu einungis pappírsákvæði, þegar áhrif amerískrar auðvalds-
stefnu uxu á landi voru næstu árin.
Síðan nýsköpunin var stöðvuð og hugmyndin um áætlunarbú-
skap á íslandi drepin í framkvæmd hefur þó enginn árætt aftur
það glapræði að sleppa að öllu leyti eftirliti og afskiptum af gjald-
eyrismálum. í áratug hefur verið búið við það millibilsástand, að
ríkið tekur að vísu til sín allan gjaldeyri af sjávarútveginum og
neyðist því til þess að ábyrgjast rekstur hans að meira eða minna
leyti, en hins vegar hefur lengst af verið vanrækt að efla svo
sjávarútveginn eins og þjóðarnauðsyn býður. Þvert á móti var
farið að gera tilraunir með að láta framboð og eftirspurn, hin
blindu, „eðlilegu lögmál viðskiptalífsins", ráða, hvaða tæki íslend-
ingar keyptu, með þeim afleiðingum, að á 8 árum (1948—56)
voru keyptir 5000 bílar_ en enginn togari.
Það hefur allan þennan tíma verið höfuðkrafa verkalýðshreyf-
ingarinnar, að atvinna væri tryggð handa öllum íslendingum með
heildarstjórn á þjóðarbúskapnum.
Þegar vinstri stjórnin var mynduð 24. júlí 1956, var svo ákveðið
í stjórnarsáttmálanum:
„Ríkisstjórnin mun láta gera heildaráætlun um framkvæmdir á
næstu árum og nýmæli í því sambandi og birta hana þjóðinni."
Var í því sambandi ákveðið að kaupa 15 togara. — Hvort
tveggja var svikið. Þrátt fyrir sífellda baráttu Alþýðubandalags-
ins og verkalýðshreyfingarinnar fyrir þessu hvoru tveggja, fékkst
hvorugt framkvæmt.
25. þing Alþýðusambands íslands samþykkti í nóvember 1956
einróma eftirfarandi ákvörðun:
„Til þess að tryggja, að fjárfestingu þjóðarinnar verði fyrst og
fremst varið til þess, sem þjóðhagslega séð er nauðsynlegast, og