Réttur - 01.01.1958, Síða 86
86
RÉTTIIB
auka hagnýta framleiðslu hennar, og vinnur því ekki nema að
nokkru leyti það verk, sem er höfuðtilgangur hverrar fjárfest-
ingar: að bæta og tryggja lífskjörin til frambúðar.
Hér fer á eftir skýrsla um ráðstöfun á þjóðarframleiðslu íslend-
inga í krónum á hvern íbúa landsins á verðlagi 1957:
1948
Neyzla einstakl. . 16640
— stjórnarvalda 3490
PJármunamyndun 6160
1950 1951 1952 1953
14030 14470 13350 14730
3770 3380 3160 3390
5290 4700 4720 6150
1954 1955 1956 1957
15300 16100 16780 15590
3510 3660 4030 4290
6780 8860 8770 9360
Það er jafnnauðsynlegt fyrir þjóðina að ákveða fyrir fram á
grundvelli ýtarlegra rannsókna, hvernig hún ver þeim fjármun-
um, sem hún festir í framleiðslutækjum og framkvæmdum, eins
og að setja sér fjárlög um ríkisbúskap sinn. Shkt er ekki aðeins
nauðsynlegt vegna sjávarútvegsins, sem öll afkoma þjóðarinnar
byggist á. heldur og vegna þeirra stórframkvæmda, sem þjóðar-
innar bíða á næstunni: stóriðju í krafti mikilla virkjana á fossum
og jarðhita. Þjóðin hefur þegar beðið stórtjón af því, að lagt hefur
verið í stórframkvæmdir án þess að hugsa og skipuleggja þær
fyrir fram: sementsverksmiðja byggð án þess að tryggja henni
rafmagn, áburðarverksmiðja sniðin of lítil, af því að ekki var
hugsað um framtíðarrafmagn handa henni um leið.
Þjóðin er orðin óþolinmóð yfir þeim glundroða, sem ríkisaf-
skipti án jákvæðrar skipulagningar skapa. Það er um það að
ræða að stíga annaðhvort sporin áfram í átt til heildarstjórnar á
þjóðarbúskapnum í þágu þjóðarinnar allrar — eða hvert sporið
af öðru aftur á bak til þess stjórnleysis í efnahagslífinu, atvinnu-
leysis og fátæktar, sem var hlutskipti íslendinga á kreppuárun-
urn eftir 1930.
Það er ótvírætt, að stjórn eða stjórnleysi á fjárfestingu lands-
manna hefur úrslitaáhrif á jafnt launakjör allra launþega sem á
verðbólguna í landinu.
Skýrslur um launakjör verkamanna sýna, að kaupmáttur tíma-
kaups Dagsbrúnarverkamanns er nú minni en hann var á árunum
1944 eða 1947: Það þýðir, að þrátt fyrir alla baráttu verkalýðsins
frá 1948 til þessa dags hefur verkamaðurinn ekki megnað nema
rétt að verjast áföllum að miklu leyti, en ekki getað bætt kaup-
mátt tímakaups síns. Það er þrennt, sem amar að honum: í fyrsta
lagi lætur auðvaldið aldrei neitt af sínum gróða, hvernig sem
barizt er, — það bara veltir af sér afleiðingum kauphækkana yfir
á þjóðfélagið með því að hækka verð framleiðslunnar og auka