Réttur - 01.01.1958, Page 89
KÍTTUE
89
Nú er hátið i samyrkjuhverjinu. Maturinn er ókeypis. Þeir, sem áður
sultu, geta borðað sig sadda.
rúmlega 100 þús. ferkm.). En uppblásturinn hefur verið slíkur,
einkum víða í Norðvestur-Kína, að á hverju ári sópast burtu
frjósamur jarðvegur á stórum svæðum. Á næsta ári munu þessar
aðgerðir ná til 500 þús. ferkm. svæðis eða 80% lands þess, sem
uppblástur vofir yfir.
H Iðnaður í sveitaþorpunum
Hinar miklu framkvæmdir um veturinn og snemma vors leiddu
af sér ný vandamál fyrir bændurna. Allt í einu var orðin þörf
fyrir geysilegt magn af rafmótorum, dælum og raflögnum, á
sama tíma sem hinir nýju möguleikar til stóraukinnar uppskeru
leiddu af sér nýjar kröfur um fleiri og betri landbúnaðarverkfæri.
Meðan stóð á vorönnunum var víða í þéttbýlustu sveitum Kína
mikill skortur á vinnuafli. Vegna bættrar vökvunar var hægt
að sá og planta þéttar en áður og þurfti því fleira fólk til að
reita illgresi og hirða akurlendin að öðru leyti.
Önnur fimm-ára-áætlunin, sem byrjað var að framkvæma 1958,
leggur aukna áherzlu á eflingu landbúnaðarins. En aukin ræktun
krefst meiri alúðar við jarðvinnsluna_ meiri notkunar áburðar,
bæði húsdýraáburðar og tilbúins áburðar og meðan ekki eru
komnar rafknúnar dælustöðvar þarf sérstakt vinnuafl til að knýja
hinar nýju fóstignu dælur, sem komið hefur verið upp í þúsunda-
tali til að dæla vatninu upp á akrana.